Franski ökumaðurinn Romain Grosjean hjá Haas segist á því að keppni í formúlul-1 reyni ekki nógu mikið á skrokkinn og að formúlan eigi að vera „karlmennsku“ íþrótt þar sem ökumenn komi útkeyrðir í mark.
Franski ökumaðurinn Romain Grosjean hjá Haas segist á því að keppni í formúlul-1 reyni ekki nógu mikið á skrokkinn og að formúlan eigi að vera „karlmennsku“ íþrótt þar sem ökumenn komi útkeyrðir í mark.
Franski ökumaðurinn Romain Grosjean hjá Haas segist á því að keppni í formúlul-1 reyni ekki nógu mikið á skrokkinn og að formúlan eigi að vera „karlmennsku“ íþrótt þar sem ökumenn komi útkeyrðir í mark.
Grosjean tekur undir með Lewis Hamilton sem sagt hefur íþróttina ekki reyna nóg á ökumennina. Segist Frakkinn hafa verið útkeyrðari eftir körtuakstur en eftir kappakstur í formúlu-1.
„Ég fór nýlega í keppni við nokkra félaga mína, á körtum með 125 rúmsentímetra slagrými og gírskiptingu. Ég var útkeyrðari eftir það en keppni í formúlu-1. Hvernig má það vera? Svarið er vegna þess að þú ert að knýja körtuna í botni allan tímann og þarf ekki að hugsa um að spara bensínið.
Í formúlunni þurfum við að spara eldsneytið. Næst og það mikilvægasta er að við verðum að passa dekkin frá upphafi til enda. Í Barcelona hafði ég á tilfinningunni að ég væri að keyra bílinn á aðeins 50% getu hans. Það er ekki þreytandi vinna,“ segir Grosjean en næsta mó´t er á heimavelli hans í Frakklandi.
Grosjean segist vildu sjá keppni sem líktist meira keyrslunni í tímatökunni, þar sem ökumenn knýja bílinn til fulls hvern einasta hring. Þegar menn stæðu í því að spara bensín og dekkin þá væri það hvorki andlega né líkamlega krefjandi.
Hann segir lausnina felast í breytingum á reglum og vill meðal annars að aftur verði tekin upp bensínstopp. „Við þurfum bíla sem við verðum að knýja áfram og að taka aftur upp bensínstopp, til að þurfa aðeins 30-40 kíló í fyrstu atrennu í stað þess að vera með 100 kílóa hleðslu í ræsingunni. „Með því yrðum við nokkrum sekúndum hraðskreiðari, ef ekki meira, og þá yrði vinnan erfiðari.“