Höfðu meira frelsi til að keppa

Formúla-1/Vettvangur | 15. júní 2019

Höfðu meira frelsi til að keppa

Mika Häkkinen kveðst á því að þeir Michael Schumacher hafi haft meira frelsi til aðkeppa gegn hvre öðrum en þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel.

Höfðu meira frelsi til að keppa

Formúla-1/Vettvangur | 15. júní 2019

Häkkinen (t.v.) kvartar undan hættulegum akstri Schumacher eftir kappaksturinn í …
Häkkinen (t.v.) kvartar undan hættulegum akstri Schumacher eftir kappaksturinn í Spa árið 2000.

Mika Häkkinen kveðst á því að þeir Michael Schumacher hafi haft meira frelsi til aðkeppa gegn hvre öðrum en þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel.

Mika Häkkinen kveðst á því að þeir Michael Schumacher hafi haft meira frelsi til aðkeppa gegn hvre öðrum en þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel.

Hamilton vann kanadíska kappaksturinn í Montreal sl. sunnudag þrátt fyrir að Vettel væri á undan yfir marklínuna.Tímavíti á Vettel orsakaði þetta. Dómarar refsuðu Vettel fyrr að koma aftur inn á brautina með hættulegum hætti eftir að hafa runnið út úr henni fyrir mistök. Varð Hamilton að bremsa og sveigja einnig út úr.

Häkkinen sagði að væru þeir Schumacher að keppa í dag með sama hætti og fyrrum væri miklu meira um refsingar. „Kannski voru myndavélarnar miklu færri og námu ekki allt sem við gerðum. Það hefði verið mikið um 5 sekúndna tímavíti eða verri víti þá ef við hefðum keppt eftir reglum nútímans,“ segir Häkkinen.
Hann segir að enginn hafi verið ánægður með atvik í kappakstrinum í Montreal. „Vítið batt enda á bardagann um sigurinn og bitnaði á öllum sem fylgjast með formúlu-1.“
Häkkinen bætti því við að dómararnir hafi ekki átt neinna kosta völ er þeir refsuðu Vettel. Vítið kostaði Ferrari sinn fyrsta sigur á árinu og Vettel þann fyrsta frá í Spa í Belgíu í fyrrasumar.
„Bílarnir snertust ekki, það varð enginn árekstur. Sebastian og Lewis gerðu það sem þeir urðu að gera, gefa hvor öðrum nóg rými til að halda keppninni áfram. Reglurnar eru skýrar, Sebastian var annað hvort með ekkert vald á stöðunni er hann kom  aftur inn á brautina og ástandið þar með óöruggt. Eða með fullt vald á málum og hindraði þar með Lewis. Út frá þessu tvennu urðu dómararnir að grípa til vítis,“ segir Häkkinen um atvikið umdeilda.
Häkkinen (l.t.v.) kemst hér fram úr Zonta (í miðjunni) og …
Häkkinen (l.t.v.) kemst hér fram úr Zonta (í miðjunni) og nær forystunni af Schumacher í Spa árið 2000.
mbl.is