Gríðarleg öryggisgæsla

Formúla-1/mótsfréttir | 20. júní 2019

Gríðarleg öryggisgæsla

Frönsk yfirvöld hafa gripið til gríðarlegrar öryggisgæslu vegna franska kappakstursins í formúlu-1 sem fram fer um komandi helgi í Paul Ricard brautinni í Le Castellet upp af suðurströnd Frakklands.

Gríðarleg öryggisgæsla

Formúla-1/mótsfréttir | 20. júní 2019

Allt er til reiðu til keppni í Le Castellet um …
Allt er til reiðu til keppni í Le Castellet um helgina. Meðal annars listflugssveit franska hersins, „Patrouille de France“, sem sýna mun kúnstir fyrir keppnni á sunnudag. AFP

Frönsk yfirvöld hafa gripið til gríðarlegrar öryggisgæslu vegna franska kappakstursins í formúlu-1 sem fram fer um komandi helgi í Paul Ricard brautinni í Le Castellet upp af suðurströnd Frakklands.

Frönsk yfirvöld hafa gripið til gríðarlegrar öryggisgæslu vegna franska kappakstursins í formúlu-1 sem fram fer um komandi helgi í Paul Ricard brautinni í Le Castellet upp af suðurströnd Frakklands.

Til að tryggja öryggi á kappaksturshelginni hafa á fimmta hundrað herlögreglumenn tekið sér stöðu við brautina og í nágrenni hennar frá og með morgundeginum.

Þá hefur 13 skólum í nágrenninu verið lokað fram til mánudags, reiðhjól verið bönnuð á öryggissvæðinu svo eitthvað sé nefnt.
 
Búist er við 160.000 manns til Paul Ricard brautarinnar til að fylgjast með kappakstrinum.

Af herlögreglumönnunum verða 110 á mótorhjólum og munu m.a. sinna umferðarstjórn til að bílaflæðið til og frá brautinni verði sem greiðast. Til að auðvelda það hefur akstri vörubíla á stóru svæði verið bannaður mótsdagana þrjá.

Þá verður sérsveit 30 óeirðalögreglumanna við brautina. Ennfremur lögreglusveitir sem sérþjálfaðar eru í gagnárásum á drónaflug og leit að fíkniefnum og vopnum. Til að  kóróna öryggisvörsluna í tengslum við kappaksturinn urðu allir sjálfboðaliðar sem vinna hin ýmsu störf á mótssvæðinu að undirgangast yfirheyrslur sýslumannsembættisins í sýslunni VAR sem Le  Castellet er á.

Gríðarlegir þurrkar hafa verið í Suður-Frakklandi og sérstaklega í VAR-sýslu. Af þeim sökum verða 70 slökkviliðsmenn staðsettir við brautina til að bæla niður gróðurelda ef í kviknaði.

Romain Grosjean stillir sér upp til myndatöku með stuðningsmönnum í …
Romain Grosjean stillir sér upp til myndatöku með stuðningsmönnum í Paul Ricard brautinni við Le Castellet í dag. AFP
mbl.is