Bensínið var of  kalt

Formúla-1/Sauber | 29. júní 2019

Bensínið var of kalt

Reglur formúlu-1 þykja margar sérkennilegar og óskiljanlegar og bættist ein í hópinn í æfingunum í Spielberg í Austurríki í gær, en þar fer austurríski kappaksturinn fram á morgun. 

Bensínið var of kalt

Formúla-1/Sauber | 29. júní 2019

Kimi Räikkönen á Afla Romeo á fyrstu æfingunni í Austurríki.
Kimi Räikkönen á Afla Romeo á fyrstu æfingunni í Austurríki. AFP

Reglur formúlu-1 þykja margar sérkennilegar og óskiljanlegar og bættist ein í hópinn í æfingunum í Spielberg í Austurríki í gær, en þar fer austurríski kappaksturinn fram á morgun. 

Reglur formúlu-1 þykja margar sérkennilegar og óskiljanlegar og bættist ein í hópinn í æfingunum í Spielberg í Austurríki í gær, en þar fer austurríski kappaksturinn fram á morgun. 

Þar bar svo við að Alfa Romeo liðið var sektað um 5.000 evrur - um 700.000 íslenskar krónur - fyrir að hafa verið með of kalt bensín á tönkum bíla  Kimi Räikkönen og Antonio Giovinazzi á seinni æfingu gærdagsins.

Reglurnar munu segja að bensínið megi ekki vera  meira en 10 gráðum kaldara en lofthiti sem FIA tilkynnir klukkutíma fyrir æfinguna hver sé. Slík tilkynning er og gefin út teimur stundum fyrir kappaksturinn sjálfan.

Segja eftirlitsdómararnir að uppgefinn lofthiti hafi verið 30°C en bensínhitinn í bílum Alfa Romeo hafi verið 17°C, en mátti ekki verið lægri en 20  gráður.

Ástæðan fyrir reglunni mun vera að koma í veg fyrir að liðin nýti sér að geyma megi meiri orku í svalara bensíni.

Kimi Räikkönen á Afla Romeo í tímatökunni í Austurríki.
Kimi Räikkönen á Afla Romeo í tímatökunni í Austurríki. AFP
Kimi Räikkönen á ferð.
Kimi Räikkönen á ferð. AFP
mbl.is