Hvalur hf. fékk í dag leyfi til veiða á langreyðum en það gildir í fimm ár. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.
Hvalur hf. fékk í dag leyfi til veiða á langreyðum en það gildir í fimm ár. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.
Hvalur hf. fékk í dag leyfi til veiða á langreyðum en það gildir í fimm ár. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.
Alls voru 145 langreyðar veiddar við landið á síðasta ári, en engar hafa verið veiddar í ár. Hvalur hf. sótti um leyfi til langreyðaveiða 14. mars.
Um 150 manns unnu við veiðar og verkun hjá Hval í Hvalfirði og Hafnarfirði á vertíðinni í fyrra, sem stóð í samtals 98 daga frá 19. júní.
Fyrirkomulag hvalveiða er með þeim hætti að þær eru frjálsar þeim sem fengið hafa leyfi uns tiltekinn heildarfjöldi dýra hefur verið veiddur, samkvæmt reglugerð sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf út 19. febrúar.
Ráðgjöf stofnunarinnar fyrir yfirstandandi ár hljóðar upp á veiðar á samtals 209 langreyðum.