Snyrtivörurnar í röð og reglu

Búnaður | 11. júlí 2019

Snyrtivörurnar í röð og reglu

Tashtego 2.0 lagar vandann með því að útfæra snyrtibudduna svipað og lesendur ættu þegar að hafa séð gert með pokum fyrir verkfæra- og hnífasett:

Snyrtivörurnar í röð og reglu

Búnaður | 11. júlí 2019

Gott skipulag fyrir snyrtivörurnar í ferðalagið.
Gott skipulag fyrir snyrtivörurnar í ferðalagið. Ljósmynd/Tashtego 2.0

Tashtego 2.0 lagar vandann með því að útfæra snyrtibudduna svipað og lesendur ættu þegar að hafa séð gert með pokum fyrir verkfæra- og hnífasett:

Tashtego 2.0 lagar vandann með því að útfæra snyrtibudduna svipað og lesendur ættu þegar að hafa séð gert með pokum fyrir verkfæra- og hnífasett:

Snyrtibuddan opnast upp á gátt og flest út. Á hver hlutur sinn vasa, og litlir lokaðir pokar fyrir allra minnstu snyrtivörurnar. Þannig helst allt í röð og reglu og notandinn hefur góða yfirsýn yfir innvolsið, svo ekki þarf að gramsa eða sortera öll kremin og gelin í hvert skipti sem skjótast þarf í sturtu.

Buddunni er síðan einfaldlega rúllað upp og stungið ofan í tösku.

Ekki er fyllilega ljóst hvort má fara með Tashtego í gegnum handfarangursleit, og líklega þarf að hafa budduna í innritaða farangrinum eða þá geyma vökva og gel sér í litlum glærum poka.

Safnað er fyrir framleiðslunni á Kickstarter og geta áhugasamir tryggt sér eintak af Tashtego 2.0 með 34 dala framlagi. 

mbl.is