Herforingjarnir útilokaðir frá Bandaríkjunum

Rohingjar á flótta | 17. júlí 2019

Herforingjarnir útilokaðir frá Bandaríkjunum

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að beita þvingunaraðgerðum gegn yfirmanni herafla Búrma og þremur öðrum háttsettum embættismönnum vegna mannréttindabrota hersins gegn róhingjum.

Herforingjarnir útilokaðir frá Bandaríkjunum

Rohingjar á flótta | 17. júlí 2019

Min Aung Hlaing, hershöfðingi í Búrma, fær ekki að ferðast …
Min Aung Hlaing, hershöfðingi í Búrma, fær ekki að ferðast til Bandaríkjanna. AFP

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að beita þvingunaraðgerðum gegn yfirmanni herafla Búrma og þremur öðrum háttsettum embættismönnum vegna mannréttindabrota hersins gegn róhingjum.

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að beita þvingunaraðgerðum gegn yfirmanni herafla Búrma og þremur öðrum háttsettum embættismönnum vegna mannréttindabrota hersins gegn róhingjum.

Herforingjunum og fjölskyldum þeirra er nú með öllu meinað að koma til Bandaríkjanna.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fjölda sönnunargagna liggja fyrir um það að herforingjarnir hafi komið að ofbeldisfulltri herferð gegn róhingjum árið 2017 og að hún standi raunar enn yfir.

Yfirvöld og herinn í Búrma hafa fordæmt þvingunaraðgerðinar og segja að rannsókn á meintum ofsóknum gegn róhingjum í landinu standi enn yfir. Pompeo segir ákvörðunina hins vegar að hluta til hafa verið tekna vegna nýlegrar ákvörðunar um að láta lausa úr fangelsi sjö hermenn sem dæmdir voru í tíu ára fangelsi fyrir morðið á tíu mönnum og drengjum úr röðum rohingja árið 2017, en blaðamennirnir sem sögðu frá morðunum sátu lengur á bak við lás og slá en morðingjarnir sjálfir.

 Frétt BBC

mbl.is