Indverskur dómstóll fann mann sekan í dag fyrir að hafa nauðgað og myrt 15 ára breska skólastúlku fyrir ellefu árum. Scarlett Keeling fannst látin á strönd í Goa í febrúar árið 2008. Hún var með áverka og var hálfnakin þegar hún fannst.
Indverskur dómstóll fann mann sekan í dag fyrir að hafa nauðgað og myrt 15 ára breska skólastúlku fyrir ellefu árum. Scarlett Keeling fannst látin á strönd í Goa í febrúar árið 2008. Hún var með áverka og var hálfnakin þegar hún fannst.
Indverskur dómstóll fann mann sekan í dag fyrir að hafa nauðgað og myrt 15 ára breska skólastúlku fyrir ellefu árum. Scarlett Keeling fannst látin á strönd í Goa í febrúar árið 2008. Hún var með áverka og var hálfnakin þegar hún fannst.
Maðurinn, Samson D'Souza, var ákærður ásamt öðrum manni vegna málsins. Fyrir þremur árum voru báðir mennirnir sýknaðir. Dómstóllinn staðfesti sýknudóm Placido Carvalho en D'Souza var hins vegar fundinn sekur.
Dómur verður kveðinn upp yfir honum á föstudag.
Vikram Varma, lögfræðingur móður Keeling, fagnaði því að málið hefði verið tekið upp að nýju. Hann benti á að D'Souza gæti þó enn áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar.
Dauði stúlkunnar vakti heimsathygli þar sem hann varpaði ljósi á skuggaheima vinsælla ferðamannastaða en ströndin þar sem hún fannst látin er vinsæl meðal vestrænna hippa. Eins vakti lát hennar athygli á réttarkerfi Indlands sem ekki hefur þótt standa sig vel varðandi kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum.