„Þetta er náttúrulega bara ógeðslegasti fundur sem ég hef verið á,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í samtali við mbl.is um félagsfund hjá Pírötum sem fram fór í gær þar sem stór orð féllu um Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann flokksins, vegna tilnefningar hennar í trúnaðarráð hans. Þórólfur tók til máls á fundinum og lýsti þar þessari sömu afstöðu til hans.
„Þetta er náttúrulega bara ógeðslegasti fundur sem ég hef verið á,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í samtali við mbl.is um félagsfund hjá Pírötum sem fram fór í gær þar sem stór orð féllu um Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann flokksins, vegna tilnefningar hennar í trúnaðarráð hans. Þórólfur tók til máls á fundinum og lýsti þar þessari sömu afstöðu til hans.
„Þetta er náttúrulega bara ógeðslegasti fundur sem ég hef verið á,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í samtali við mbl.is um félagsfund hjá Pírötum sem fram fór í gær þar sem stór orð féllu um Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann flokksins, vegna tilnefningar hennar í trúnaðarráð hans. Þórólfur tók til máls á fundinum og lýsti þar þessari sömu afstöðu til hans.
Þórólfur segist hafa upplifað ýmislegt í gegnum ævina en þarna hafi verið gengið of langt. „Það má ýmislegt segja um fólk en maður gerir það ekki svona.“ Þórólfur tók til máls eftir að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði farið hörðum orðum um Birgittu og hvers vegna hann teldi ekki rétt að hún yrði kjörin í trúnaðarráðið. Þannig skapaði hún ósætti en ekki sátt, græfi undan samherjum sem hún teldi ógna sér og hótaði þeim.
„Þetta var bara einum of mikið,“ segir Þórólfur. „Það var gengið langt út fram yfir öll velsæmismörk og þeir sem tóku sig saman þarna, þeir eiga bara að biðjast afsökunar á þessu. Því að svona kemur maður ekki fram.“ Spurður hvort hann eigi þá við að Birgitta eigi afsökunarbeiðni inni að hans mati segir Þórólfur að allir flokksmenn Pírata eigi rétt á henni. „Ekki bara Birgittu heldur bara alla sem eru í flokknum,“ segir hann.
„Svona gerir maður bara ekki. Skiptir engu máli hvað þú ert að gera.“