Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum, en bráðabirgðaúrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum, en bráðabirgðaúrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum, en bráðabirgðaúrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag.
Niðurstaða nefndarinnar er á þá leið að ekki sé til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni í þeim framkvæmdum sem fara eiga fram í sumar að framkvæmdir skuli stöðvaðar á meðan kærumálin fái efnislega meðferð.
Nefndin býst við því að vera búin að skila af sér efnislegri niðurstöðu í kærumálunum fyrir næsta vor eða sumar.
Tekið er fram í niðurstöðunni að rétt sé að benda á að Vesturverk sem leyfishafi í framkvæmdunum beri „alla áhættu af því að hefja framkvæmdir á grundvelli hinna kærðu leyfa“ á meðan að endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra liggi ekki fyrir.
Landeigendur Drangavíkur í Árneshreppi voru á meðal þeirra aðila sem kærðu framkvæmdirnar og kröfðust þess að þær yrðu stöðvaðar. Í yfirlýsingu lýsa landeigendur þar yfir „miklum vonbrigðum“ með ákvörðun úrskurðarnefndarinnar.
„Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segja landeigendur í Drangavík.