Framkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum, við veginn yfir til Ófeigsfjarðar, eru á áætlun. Þetta segir Friðrik Friðriksson, talsmaður VesturVerks, sem leggur veginn. Engir hafi truflað framkvæmdirnar hingað til.
Framkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum, við veginn yfir til Ófeigsfjarðar, eru á áætlun. Þetta segir Friðrik Friðriksson, talsmaður VesturVerks, sem leggur veginn. Engir hafi truflað framkvæmdirnar hingað til.
Framkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum, við veginn yfir til Ófeigsfjarðar, eru á áætlun. Þetta segir Friðrik Friðriksson, talsmaður VesturVerks, sem leggur veginn. Engir hafi truflað framkvæmdirnar hingað til.
Friðrik segir að í dag hafi menn komið fyrir ræsum, drenað og þurrkað svæði svo malbika megi veginn. Gert er ráð fyrir að vinna standi yfir í allt að tíu daga.
Hann margítrekar að framkvæmdirnar séu minniháttar. Mótmæli hluta landeigenda hafa ekki truflað framkvæmdir, enda setja þeir sig í raun fæstir upp á móti vegabótunum sjálfum heldur frekar því sem fylgir í kjölfarið: virkjanaframkvæmdum í Hvalá.
„VesturVerk má mín vegna alveg bæta veginn til Ófeigsfjarðar. En þeir munu aldrei drösla 40 tonna túrbínum um þann veg. Við munum koma í veg fyrir það með margra góðra manna hjálp,“ sagði Hrafn Jökulsson umhverfissinni í samtali við mbl.is í gær.
Ekki eru þó allir landeigendur ósáttir við virkjanaáformin. Í samtali við mbl.is segist Gísli Baldur Jónsson einn landeiganda í Seljanesi vera sáttur við veglagninguna og fyrirhuguð virkjanaáform.