Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfélagið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir skattalagabrot. Er honum gert að sök að hafa vantalið tekjur áranna 2005-2008 og nema meint undanskot rúmum 245 milljónum króna.
Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfélagið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir skattalagabrot. Er honum gert að sök að hafa vantalið tekjur áranna 2005-2008 og nema meint undanskot rúmum 245 milljónum króna.
Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfélagið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir skattalagabrot. Er honum gert að sök að hafa vantalið tekjur áranna 2005-2008 og nema meint undanskot rúmum 245 milljónum króna.
Greint var frá því í síðustu viku að héraðssaksóknari hefði gefið út ákærur á hendur systkinunum fjórum hverju í sínu lagi, auk þess sem bræðurnir tveir yrðu ákærðir sameiginlega í sérmáli. Ákæran á hendur Haraldi er sú fyrsta sem birt er.
Í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði sent viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortóla til rannsóknar héraðssaksóknara, en á meðal þess sem kom fram í frétt blaðsins var það að aflandsfélög á Tortóla hefðu greitt kreditkortareikninga fyrir einstaklinga í útgerðarfjölskyldunni. Kreditkortin voru gefin út í erlendum bönkum og tengd við bankareikninga sem skráðir voru á aflandsfélögin eða systkinin sjálf.
Af því tilefni sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þetta væri alþekkt aðferð við að taka peninga út úr aflandsfélögum.