Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum, segir sakleysi sveitar sinnar horfið eftir langvarandi deilur um virkjunarframkvæmdir í Ófeigsfirði á Ströndum. Hún setur dyrnar í lás að kvöldi, segir hún.
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum, segir sakleysi sveitar sinnar horfið eftir langvarandi deilur um virkjunarframkvæmdir í Ófeigsfirði á Ströndum. Hún setur dyrnar í lás að kvöldi, segir hún.
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum, segir sakleysi sveitar sinnar horfið eftir langvarandi deilur um virkjunarframkvæmdir í Ófeigsfirði á Ströndum. Hún setur dyrnar í lás að kvöldi, segir hún.
Í samtali við Morgunblaðið í dag furðar Eva sig á að þeir sem hafi mestar meiningar um virkjunarframkvæmdirnar í Ófeigsfirði sé „fólk suður í Reykjavík og svo brottfluttir Strandamenn; fólk sem bjó hér fyrir mörgum áratugum.“
Evu segist hafa sárnað að í deilunum um virkjanaframkvæmdirnar, sem fela í sér virkjun Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár með byggingu 55 MW orkuvers, hafi verið beitt skítkasti. Starfsemi hótels hennar og fjölskyldu hennar, Hótels Djúpavíkur, hafi verið svert í þeim tilgangi að koma illu orði á hana.
Þau hafi verið kölluð umhverfishryðjuverkamenn, þjóðníðingar og fleira slíkt. „Fullyrt er að fólki hér hafi verið mútað með peningum í brúnum bréfpokum sem mér finnst grátbroslegt ef einhver trúir. Svo vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar lögmaður að sunnan kom norður og spurði hvort hótelið í Djúpavík væri falt fyrir rétt verð. Þegar að var spurt voru meintir kaupendur fólk sem væri andstæðingar virkjunar og við spurð hvort að það skipti okkur einhverju máli. Kjarni málsins er sá að sakleysi þessarar sveitar er horfið. Við setjum dyrnar alltaf í lás að kvöldi, sem áður þurfti svo sannarlega ekki,“ segir hún.
Árið 1985 opnuðu Eva og maður hennar Ásbjörn Þorgilsson Hótel Djúpavík þar sem þau hafa starfað og búið síðan. Eva tók sæti í hreppsnefnd Árneshrepps eftir kosningar 2002 og hefur setið þar síðan, oddviti frá 2014.
„Vissulega fylgir virkjun Hvalár að fórna þarf ósnortnu landi; reyndar lítt grónu og hrjóstugu svæði sem fáir höfðu farið um og séð til skamms tíma,“ segir Eva. „Styrkja þarf orkubúskap á Vestfjörðum, bæði auka framleiðsluna og koma á hringtengingu rafmagnsflutninga. Því segi ég að virkjun sé nauðsynleg og þá þarf líka nokkru að kosta til, enda þó reynt verði að halda umhverfisraski í lágmarki.“
„Auðvitað er öllum frjálst að hafa og láta í ljós skoðun sína á þessu verkefni, en mér finnst verra þegar því fylgja gífuryrði og læti. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að af virkjun Hvalár verði, enda hefur undirbúningurinn verið vandaður og hvert skref stigið eftir lögformlegum leiðum,“ segir Eva.
Til þess að koma orkuverinu á koppinn þarf að gera stíflur, mynda þrenn lón og grafa göng að stöðvarhúsi sem verður neðanjarðar ásamt rennslisröri sem kemur út nærri ósum Hvalár. Athugasemdir vegna þessa hafa komið fram, nýlega sjö kærur vegna endurbóta á veginum frá Ingólfsfirði á virkjunarstað og vegna rannsókna sem eiga að fara fram á þessu ári. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrir skemmstu stöðvun vegabótanna og hófust þá framkvæmdir aftur. Landeigendur á jörðinni Seljanesi hafa boðað mótmæli og aðgerðir á næstu dögum.