Flutningabíllinn stakkst útaf

Formúla-1/Renault | 30. júlí 2019

Flutningabíllinn stakkst útaf

Einn af flutningabílum formúluliðs Renault hafnaði utan vegar á leið til Ungverjalands í gær, á leið með hafurstask liðsins til formúlukappakstursins í Hungaroring næstu helgi.

Flutningabíllinn stakkst útaf

Formúla-1/Renault | 30. júlí 2019

Flutningabíll Renault á slysstað í Ungverjalandi.
Flutningabíll Renault á slysstað í Ungverjalandi.

Einn af flutningabílum formúluliðs Renault hafnaði utan vegar á leið til Ungverjalands í gær, á leið með hafurstask liðsins til formúlukappakstursins í Hungaroring næstu helgi.

Einn af flutningabílum formúluliðs Renault hafnaði utan vegar á leið til Ungverjalands í gær, á leið með hafurstask liðsins til formúlukappakstursins í Hungaroring næstu helgi.

Ekki liggur fyrir hvað af búnaði keppnisliðsins var í flutningabílnum er óhappið varð á M1 veginum skammt frá bænum Gyor, en hann átti 140 km ófarna til kappakstursbrautarinnar.

Björgunarliðið náði ökumanninum út úr brakinu en hann mun ekki hafa slasast alvarlega. Renault segir að bílstjórinn hafi virt hraðamörk. Hann var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Engir aðrir bílar áttu hlut að máli, að sögn Renault.

mbl.is