Líklegt er að steingervinga megi finna í jarðlögum við Hvalá. Munu jarðfræðingar Náttúrufræðistofnunnar rannsaka fundinn nánar eftir helgi. Óvíst er hvort að framkvæmdum vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar verði raskað.
Líklegt er að steingervinga megi finna í jarðlögum við Hvalá. Munu jarðfræðingar Náttúrufræðistofnunnar rannsaka fundinn nánar eftir helgi. Óvíst er hvort að framkvæmdum vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar verði raskað.
Líklegt er að steingervinga megi finna í jarðlögum við Hvalá. Munu jarðfræðingar Náttúrufræðistofnunnar rannsaka fundinn nánar eftir helgi. Óvíst er hvort að framkvæmdum vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar verði raskað.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, telur líklegt að um steingervinga sé að ræða, en stofnuninni barst nýverið formlegt bréf frá náttúruverndarsamtökunum Ófeig.
„Jarðfræðingarnir okkar hafa skoðað þetta á myndum. Þeir fara líklega eftir helgi og skoða þetta betur. Mjög líklega eru þetta steingervingar samkvæmt skilgreiningu laganna,“ segir Jón en samkvæmt lögum um náttúruvernd eru steingervingar „leifar og steingerðar leifar lífveru eða för eftir hana sem finnast í jarðlögum.“
Aðspurður hvort að steingervingarnir komi til með að hafa áhrif á Hvalárvirkjun, segir Jón það velta á nákvæmari staðsetningu leifanna.
„Það fer svolítið eftir því hvar þeir eru, við vitum það ekki nákvæmlega ennþá. En það er mjög skýrt í náttúruverndarlögum að það er bannað að hrófla við þeim,“ segir Jón.
Jón segir steingervingafundinn ekki koma sér mikið á óvart.
„Við vissum að þetta er tiltölulega ókannað svæði og höfðum grun um að það séu svona minjar á þessu svæði en við höfum ekki skoðað það nógu vel. Það var fyrirhugað að það færi maður frá okkur þangað seinna í sumar. Þetta kemur fyrir. Það eru ákveðin svæði sem eru ókönnuð.“
Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og stjórnarmaður í Ófeig, segist hafa séð svipaða steingervinga áður.
„Þetta er það sem kallast tjáholur eða trjábolaför. Þetta eru í rauninni bara eins og holrými. Þetta liggur í ákveðnum hraunlögum og þegar hraunið rann fyrir 10 milljónum ára hefur verið stór skógur þarna, allt öðruvísi trjátegundir en eru á Íslandi í dag, miklu suðlægari tegundir. Það hefur sem sagt hraun flætt yfir þennan skóg og tjábolarnir fallið og hraunið umlukið þá. Þá hafa þeir eyðst en holrýmið verið eftir,“ segir Snæbjörn.
Snæbjörn segir Ófeig hafa fengið ábendingu frá heimamönnum sem hafi vitað af steingervingunum í nokkurn tíma.
„Eitthvað af þessum holum hafa þeir þekkt lengi og þeir bentu okkur á þetta og lýstu því hvar þetta var þannig að við fórum bara í leiðangur.
„Þetta er ekki óalgengt á Vestfjörðum en það var ekki búið að lýsa þeim á þessu svæði eða segja frá þeim nein staðar. Það var ekkert sagt frá þeim í umhverfismati eða neinum gögnum frá virkjunaraðilum. Náttúrufræðistofnun hefur tekið það fram að það væri ekki útilokað að svona fyrirbæri væru þarna og núna hefur það komið í ljós,“ segir Snæbjörn.
Snæbjörn segir það gagnrýnivert að ekki hafi komið fram í umhverfismati Árneshreppar að mögulega steingervinga væri að finna á svæðinu.
„Það er auðvitað ábyrgðarhluti að leggja í framkvæmdirnar án þess að kanna þetta einu sinni. Það sem mér finnst mjög gagnrýnivert er að hafa yfirhöfuð látið þetta umhverfismat frá sér eins og það var. Það var eins og það hafi varla komið jarðfræðingur á svæðið.“
Snæbjörn tekur undir með Jóni hvað varðar áhrif steingervinganna á Hvalárvirkjun og segir það þurfa að ráðast af nákvæmri staðsetningu vegar og steingervinga.
„Við vitum auðvitað ekki nákvæmlega hvar veglínan liggur, það eru ekki til nein nákvæm gögn. En ég myndi halda að það væru steingervingar nokkurn vegin í veglínunni. Það deiliskipulag sem samþykkt var í sumar af Árneshreppi gerir ráð fyrir vegum upp á heiðina og sú veglína hittir á heiðina þar sem steingervingar eru. Hvort að hún hittir nákvæmlega á, það veit ég ekki, kannski er hægt að hliðra henni til,“ segir Snæbjörn og bætir við að steingervingar eru friðaðir en vegframkvæmdir ekki.
„Þeir eru alfriðaðir. Það er alveg ljóst að það megi ekki raska þeim og það er varla undanþáguheimild.“