10 lífsreglur Sophiu Loren

10 lífsreglur | 4. ágúst 2019

10 lífsreglur Sophiu Loren

Leikkonan ítalska Sophia Loren er að margra mati brautryðjandi á sínu sviði. Hún er án efa ein af eftirminnilegustu leikkonum síðustu aldar. Hún er ein af fáum eftirlifandi stjörnum gullaldar Hollywood og hefur unnið sem leikkona frá sextán ára aldri.

10 lífsreglur Sophiu Loren

10 lífsreglur | 4. ágúst 2019

Sophia Loren er ítölsk og segir hlutina eins og þeir …
Sophia Loren er ítölsk og segir hlutina eins og þeir eru. Hún vann sig upp úr engu og er í dag ein athyglisverðasta leikkonan frá gullöld Hollywood. mbl.is/AFP

Leikkonan ítalska Sophia Loren er að margra mati brautryðjandi á sínu sviði. Hún er án efa ein af eftirminnilegustu leikkonum síðustu aldar. Hún er ein af fáum eftirlifandi stjörnum gullaldar Hollywood og hefur unnið sem leikkona frá sextán ára aldri.

Leikkonan ítalska Sophia Loren er að margra mati brautryðjandi á sínu sviði. Hún er án efa ein af eftirminnilegustu leikkonum síðustu aldar. Hún er ein af fáum eftirlifandi stjörnum gullaldar Hollywood og hefur unnið sem leikkona frá sextán ára aldri.

Hún þurfti að leika í talsvert mörgum kvikmyndum áður en hún fékk viðurkenninguna sem hún vildi í iðnaðinum. Hún hefur farið ótroðnar slóðir, var fædd inn í fátæka fjölskyldu í Napels þar sem faðir hennar var fjarverandi og hún bjó í litlu húsnæði með stórfjölskyldunni. Á tímabili þegar hún var ung var henni strítt fyrir að vera grennri en önnur börn enda átti fjölskyldan lítinn mat, en einnig fyrir að vera fædd utan hjónabands og án föður.

Í fyrstu þótti útlit hennar óviðeigandi, en síðar varð það leiðandi. Í fyrstu trúði enginn á hana nema hún sjálf, síðar varð hún stjarna hvert sem hún kom. 

Hún giftist leikstjóranum og framleiðandanum Carlo Ponti en var lengi vel ein eftirsóttasta konan í Hollywood. 

Hún er á því að það felist ákveðinn þroski í því að mæta lífinu, sama hvað það hefur að bjóða. Að lifa lífinu til fulls og upplifa allar tilfinningar er mikilvægt að hennar mati. Enda segir hún engin augu falleg nema þau sem hafa grátið. 

Hér verður haldið áfram að skoða hvað þeir sem hafa breytt sam­tím­an­um hafa fram að færa. 

Um eilífa æsku

„Það er til æskubrunnur. Hann er í huga þínum, hæfileikum, öllu því listræna sem þú setur inn í líf þitt og í líf þeirra sem þú elskar. Þegar þú lærir að næra þig með þessu hefurðu sigrað það að eldast.“

Um hamingjuna í lífinu

„Til að upplifa hamingju þarftu að hafa gaman af lífinu. Þú ættir einungis að vera í kringum fólk sem þér líkar vel við í lífinu. Fólk sem er gott við þig og heldur uppi fallegum samræðum. Það er svo margt jákvætt í lífinu sem gerist og maður ætti að setja athyglina á það sem oftast.“

Um kynlíf

„Kynlíf er eins og að þvo sér í framan - eitthvað sem maður gerir af því maður ætti að gera það. Kynlíf án þess að elska er alveg hreint fáránlegt. Kynlíf ætti að vera afleiðing eða eitthvað sem kemur í kjölfar þess að maður elskar. Það á að fylgja ástinni, en ekki vera eitthvað sem maður prófar áður en maður verður ástfangin af manninum.“

Um móðurhlutverkið

„Eftir að maður verður mamma verður maður aldrei einn í hugsunum sínum. Móðir þarf alltaf að hugsa hlutina tvisvar, einu sinni fyrir sig sjálfa og einu sinni fyrir barnið sitt. Það er mikil sjálfsvirðing og ást fólgin í því.

Þegar ég hafði eignast börnin mín tvö þá fannst mér ég hafa eignast allt sem mig langaði í lífinu. Ég var alltaf meira móðir en leikkona í lífinu.“

Um kynþokkann

„Að mínu mati kemur kynþokki innan frá. Kynþokki býr innra með þér. Hann byggir ekki á því hvort þú sért með ákveðna stærð af brjóstum eða hvernig varirnar á þér líta út. Hins vegar er það að vera sexí bæði eitthvað sem þú hefur sjálfur innra með þér og síðan það sem öðrum finnst fallegt.“

Um kjarkinn til að vilja meira í lífinu

Það er til fullt af hæfileikaríku fólki í heiminum. Hæfileiki einn og sér kemur manni samt ekki þangað sem mann langar. Það er meira þrjóskan og það að gefast ekki upp. Þess vegna sjáum við svo margt miðlungsgott fólk í góðum stöðum í dag. 

Það sem ég tel að hafi unnið með mér alveg frá því ég fæddist er sú staðreynd að ég fæddist með ákveðna visku og síðan fæddist ég inn í fátækt. Það gaf mér kraftinn til að halda áfram og vilja eitthvað meira.“

Um að þroskast

„Alveg sama hversu gömul ég verð, þá er ég alltaf að uppgötva eitthvað nýtt um sjálfan mig. Enda tel ég mikilvægara að prófa mig áfram í lífinu og gera mistök heldur en að gera hlutina á öruggan hátt og alltaf eins. Mistök eru afleiðingar sem maður upplifir í lífinu þegar maður lifir það til fulls.“

Um vinnusemi

„Það er mikilvægt að vita hvað maður vill gera í lífinu og að gera það oft og vel. Ég varð veik ef ég lék ekki í kvikmynd á hverju ári. Ég gafst aldrei upp á mínum ferli. Þótt ég mætti fólki sem trúði ekki á mig eins og ég gerði.“

Um ástina

„Ég hitti Carlo Ponti fyrst þegar ég var sextán ára. Hann hafði alltaf trú á mér og með honum fannst mér ég heima. Hann jarðtengdi mig og elskaði mig eins og enginn annar. Konur sem elska ekki allt við manninn sinn, jafnvel brestina hans, eru ekki ástfangnar að mínu mati.“ 

Um mataræði

„Að sjálfsögðu þarf maður alltaf að vera meðvitaður um hvað maður borðar. En ég elska spagettí og á spagettí lífi mínu að þakka. Ég vil heldur borða mat og drekka vín og vera glöð en að passa í litla kjóla.“

View this post on Instagram

Have a lovely day 🌻 ——— #sophialoren #50s

A post shared by Sophia Loren (@sofiasloren) on Dec 16, 2018 at 5:07am PST

mbl.is