Vegagerðarinnar að sanna eignarhald

Árneshreppur | 9. ágúst 2019

Vegagerðarinnar að sanna eignarhald

„Vegagerðin hefur ekki sýnt fram á það að þeir eigi veginn og geti ráðstafað honum með þessum hætti miðað við þau gögn sem liggja frammi,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeiganda á Seljanesi í Árneshreppi, í samtali við mbl.is um vegagerð í landi Seljaness vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.

Vegagerðarinnar að sanna eignarhald

Árneshreppur | 9. ágúst 2019

Landeigendur hluta Seljaness hafa komið fyrir skilti þar sem tekið …
Landeigendur hluta Seljaness hafa komið fyrir skilti þar sem tekið er fyrir allt jarðrask. Ljósmynd/Aðsend

„Vegagerðin hefur ekki sýnt fram á það að þeir eigi veginn og geti ráðstafað honum með þessum hætti miðað við þau gögn sem liggja frammi,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeiganda á Seljanesi í Árneshreppi, í samtali við mbl.is um vegagerð í landi Seljaness vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.

„Vegagerðin hefur ekki sýnt fram á það að þeir eigi veginn og geti ráðstafað honum með þessum hætti miðað við þau gögn sem liggja frammi,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeiganda á Seljanesi í Árneshreppi, í samtali við mbl.is um vegagerð í landi Seljaness vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.

Landeigendur hafa látið vinna lögfræðiálit sem varðar eignarhald á þeim hluta Ófeigsfjarðarvegs sem liggur innan lands Seljaness. Er skortur á gögnum er varða eignarhald á veginum og þar af leiðandi ekki víst að Vegagerðin hafi heimild til þess að framselja veghaldi til VesturVerks ehf.

Þá sé það Vegagerðarinnar að sanna eignarhald á veginum og framkvæmdasvæði sem nær langt út fyrir núverandi legu vegarins, að mati lögmannanna sem unnu álitið.

„Við áskiljum okkur allan rétt til þess að varna verktökunum allt jarðrask á landinu og erum í fullum rétti til þess samkvæmt álitinu,“segir Guðmundur Hrafn og hafa landeigendur komið fyrir skilti þess efnis við þann hluta vegarins sem liggur um Seljanes.

Veghald til VesturVerks

Fram kemur í álitinu að í tengslum við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar sótti VesturVerk ehf. um framkvæmdarleyfi fyrir viðhald á Ófeigsfjarðarvegi í júní. Árneshreppur samþykkti 12. júní síðastliðinn beiðnina með fyrirvara um að gert yrði samkomulag milli verktakans og Vegagerðarinnar.

Vegagerðin hefur fyrir sitt leiti samþykkt framsal á veghaldi á Ófeigsfjarðarvegi (649) til fimm ára og liggur vegurinn að hluta um landið Seljanes.

Vélar VesturVerks við Ófeigsfjarðaveg.
Vélar VesturVerks við Ófeigsfjarðaveg. Ljósmynd/Aðsend

Að þjóðvegi án samráðs

Í lögfræðiálitinu er vísað til upplýsinga frá Vegagerðinni að breyting var gerð á skráningu Ófeigsfjarðarvegar og hann færður á vegaskrá milli áranna 2003 og 2004. Var því bæði að finna skráningu vegar 649 og F649, en síðari skráningin nær til slóðarinnar sem liggur frá Eyri í Ingólfsfirði að Hvalá.

Jafnframt er bent á að engin önnur gögn voru að fá frá Vegagerðinni eða Árneshreppi um skráningu slóðarinnar sem þjóðveg árið 2004. Þá liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um samráð, samkomulag eða eignanáms í tengslum við breytingu á skráningunni.

Hluti landeigenda sendu Vegagerðinni bréf í síðasta mánuði þar sem eignarhaldi Vegagerðarinnar var mótmælt. Í svari Vegagerðarinnar kemur fram að mat stofnunarinnar sé að vegurinn sé þjóðvegur. Er vísað til dóms frá 1980 þar sem segir  að „vegir í tölu þjóðvega, sem haldið hefur verið við af atmannafé um áratuga skeið, teljist eign íslenska ríkisins, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir formleg skjalfest eignarheimild.“

Vegagerðin hefur aldrei komið að veghaldi

Landeigendur telja hins vegar að þessi skilyrði séu ekki uppfyllt þar sem vegurinn hafi ekki verið skilgreindur sem þjóðvegur fyrr en 2004 og liggja ekki fyrir nein gögn um að Vegagerðin hafi sinnt viðhaldi vegarins fyrir almannafé á þessum tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá landeigendum var vegurinn að hluta lagður af starfsmönnum síldarverksmiðjunnar Ingólfs hf. og að hluta ruddur með styrk frá Strandasýslu. Þá var sá hluti vegarins sem liggur að bæjartúnum á Seljanesi ruddur af bændum og annar hlutur vegarins lagður af bændum með styrk frá Orkustofnun í þeim tilgangi að koma fyrir rennslimælum.

Telja lögmennirnir sem undirrita lögfræðiálitið að það sé Vegagerðarinnar að sanna eignarhald sitt yfir veginum. Einnig er í framkvæmdaleyfinu, sem VesturVerki var veitt af Árneshreppi, rætt um framkvæmdasvæði sem er 12 metra frá miðlínu en núverandi slóði er aðeins 4 metra breiður. Ber því Vegagerðinni að sýna fram á eignarhaldi á öllu því landrými eða ganga til samninga við landeigendur, að mati lögmannana.

Sækja efni á Eyri

Tómas Guðbjartsson, læknir, lýsir því á Facebook-síðu sinni að ekki hafi verið mikil hreyfing á vinnuvélum VesturVerks síðastliðna viku. Telur hann að skortur á jarðefni hafi meðal annars orsakað töfum.

Fram kemur í fundargerð hreppsnefndar Árneshrepps frá 7. ágúst að VesturVerki hafi verið veitt heimild til efnistöku úr námu ES3, nær heimildin til 3.500 rúmmetra efnis.

mbl.is