Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún standi ekki fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarvegi. Misskilnings hafi gætt þess efnis. Vegagerðin hafi aftur á móti framselt veghald vegarins til Vesturverks sem hefur fengið heimild til að standa fyrir virkjanaframkvæmdum en endurbætur á veginum eru hluti þeirra framkvæmda.
Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún standi ekki fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarvegi. Misskilnings hafi gætt þess efnis. Vegagerðin hafi aftur á móti framselt veghald vegarins til Vesturverks sem hefur fengið heimild til að standa fyrir virkjanaframkvæmdum en endurbætur á veginum eru hluti þeirra framkvæmda.
Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún standi ekki fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarvegi. Misskilnings hafi gætt þess efnis. Vegagerðin hafi aftur á móti framselt veghald vegarins til Vesturverks sem hefur fengið heimild til að standa fyrir virkjanaframkvæmdum en endurbætur á veginum eru hluti þeirra framkvæmda.
„Vegagerðin telur ekki sitt hlutverk að standa í vegi fyrir þessum vegarbótum og hefur því heimilað þær fyrir sitt leyti,“ segir í tilkynningunni.
Fram kemur að fordæmi séu fyrir því að í tengslum við undirbúning virkjanaframkvæmda séu vegir lagfærðir og þeim haldið við af framkvæmdaraðila en afhentir vegagerðinni að loknum framkvæmdum.
„Algengt er að styrkja þurfi vegakerfi sem fyrir er til þess að það þoli þungaflutninga sem slíkum framkvæmdum fylgja. Gert er ráð fyrir slíkum vegabótum í mati á umhverfisáhrifum vegna virkjunarinnar og ekki liggur annað fyrir en að tilskilin leyfi skipulagsyfirvalda liggi fyrir vegna þeirra. Vegagerðin hefur eftirlit með að ákvæðum samningsins um framsal veghalds sé fylgt,“ segir í tilkynningunni.
Þar er einnig nefnt að vegna athugasemda landeigenda hafi Vegagerðin tilkynnt Vesturverki að samráð þurfi að hafa við landeigendur um breytingar á legu vegarins og að gæta þurfi viðeigandi málsmeðferðar samkvæmt vegalögum ef um eignaskerðingar er að ræða.