Héraðsdómur féllst á beiðni landeigenda

Árneshreppur | 12. ágúst 2019

Héraðsdómur féllst á beiðni landeigenda

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst fyrir helgi á beiðni landeigenda Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli sem eigendurnir hafa höfðað gegn VesturVerki og Árneshreppi vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. 

Héraðsdómur féllst á beiðni landeigenda

Árneshreppur | 12. ágúst 2019

Drangaskörð á Ströndum.
Drangaskörð á Ströndum. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst fyrir helgi á beiðni landeigenda Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli sem eigendurnir hafa höfðað gegn VesturVerki og Árneshreppi vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. 

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst fyrir helgi á beiðni landeigenda Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli sem eigendurnir hafa höfðað gegn VesturVerki og Árneshreppi vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. 

Er það krafa eigenda rúmlega 70% óskipts lands Drangavíkur að leyfi VesturVerks fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarheiði vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt. Þá er farið fram á að deiliskipulag Árneshrepps verði einnig dæmt ógilt. 

Fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi er fyrsti hluti fram­kvæmda við fyr­ir­hugaða Hvalár­virkj­un. Fram­kvæmd­ar­leyfi sem Árnes­hrepp­ur veitti Vest­ur­Verki til um­ræddra fram­kvæmda hef­ur þótt afar um­deilt. Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært leyfið til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

Telja Eyvindarfjarðarvatn innan Drangavíkur

Í tilkynningu frá landeigendum í Drangavík segir að framkvæmdaleyfi Árneshrepps til VesturVerks byggi á röngum landamerkjabréfum. Segja landeigendur að samkvæmt þinglýstum landamerkjum tilheyri Eyvindarfjarðarvatn Drangavík, en leyfið byggir á því að vatnið tilheyri nágrannajörðinni Engjanesi. Er fyrirhugað að lagður verði vegur að vatninu. 

„Rask á og við eignarland okkar við Eyvindarfjarðarvatn er yfirvofandi næsta vor enda hefur komið fram að Vesturverk hefur ekki hug á að bíða úrlausna kærumála. Í júní kærðum við þessar framkvæmdir til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og kröfðumst stöðvunar framkvæmdanna.

„Úrskurðarnefndin féllst ekki á að stöðva framkvæmdir á meðan hún fjallaði um málið. Við þessar aðstæður teljum við eðlilegast að dómstólar fjalli um ágreiningsatriði málsins, í stað þess að bíða úrskurðar nefndarinnar. Fórum við fram á flýtimeðferð enda þoli málið ekki bið og var við henni orðið,“ segir í tilkynningu hluta langeigenda. 

„Dómsmálið verður þingfest síðar í þessari viku og fá þá Vesturverk og Árneshreppur skamman frest til að skila greinargerðum sínum, kjósi þau að halda uppi vörnum.“

Vilja að náttúran fái að þróast á eigin forsendum

Þá segjast landeigendur telja ágalla á málsmeðferð aðalskipulags, deiliskipulags og öðrum undirbúningi framkvæmdaleyfisins hjá Árneshreppi, vera svo alvarlega að ógilda eigi bæði leyfið og deiliskipulagið. 

Landeigendur byggja kæru sína á svipuðum grundvelli og fyrri kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní. Á meðal þeirra atriða sem kæran byggir á eru röng landamerki sem VesturVerk og Árneshreppur hafa stuðst við og neikvæð umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar. 

„Við viljum að víðerni Ófeigsfjarðarheiðar, vatnsföllin, fossarnir og strandlengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og náttúran fái að þróast á eigin forsendum. Hvalárvirkjun mun ekkert gera fyrir mannlíf á Ströndum, heldur þvert á móti eyðileggja þá möguleika sem felast í náttúruvænni uppbyggingu atvinnulífs. Hvalárvirkjun er ekki nauðsynleg til að tryggja raforkuöryggi á Vestfjörðum og bygging hennar mun að auki leiða til neikvæðra umhverfisáhrifa af háspennulínum,“ segir í tilkynningu landeigenda. 

Landeigendur í Drangavík eru ekki þeir einu sem kært hafa framkvæmdarleyfi Árneshrepps til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hafa landeigendur í Ingólfsfirði einnig kært deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar auk fjölda náttúruverndarsamtaka.

mbl.is