Einstakur stíll Lauren Hutton

Einstakur stíll | 14. ágúst 2019

Einstakur stíll Lauren Hutton

Fyrirsætan og leikkonan Lauren Hutton er tískufyrirmynd um víða veröld. Hún hefur verið andlit tískuhúsa á borð við Revlon, Calvin Klein og Tom Ford svo einhver séu nefnd. Hún er með þetta tímalausa útlit sem er svo eftirsótt í dag og er ein af þeim sem hefur haldið sér viðeigandi í gegnum árin. 

Einstakur stíll Lauren Hutton

Einstakur stíll | 14. ágúst 2019

Lauren Hutton hefur þetta eftirsótta tímalausa útlit sem margir sækjast …
Lauren Hutton hefur þetta eftirsótta tímalausa útlit sem margir sækjast eftir að hafa.

Fyr­ir­sæt­an og leik­kon­an Lauren Hutt­on er tísku­fyr­ir­mynd um víða ver­öld. Hún hef­ur verið and­lit tísku­húsa á borð við Revlon, Cal­vin Klein og Tom Ford svo ein­hver séu nefnd. Hún er með þetta tíma­lausa út­lit sem er svo eft­ir­sótt í dag og er ein af þeim sem hef­ur haldið sér viðeig­andi í gegn­um árin. 

Fyr­ir­sæt­an og leik­kon­an Lauren Hutt­on er tísku­fyr­ir­mynd um víða ver­öld. Hún hef­ur verið and­lit tísku­húsa á borð við Revlon, Cal­vin Klein og Tom Ford svo ein­hver séu nefnd. Hún er með þetta tíma­lausa út­lit sem er svo eft­ir­sótt í dag og er ein af þeim sem hef­ur haldið sér viðeig­andi í gegn­um árin. 

Eft­ir­far­andi atriði eru í henn­ar anda þegar kem­ur að tísk­unni:

Stend­ur með sér

Þegar Lauren Hutt­on kom fram á sjón­ar­sviðið sem ung kona vildu marg­ir meina að hún myndi aldrei ná ár­angri á sviði tísk­unn­ar þar sem hún væri með bil á milli fram­t­anna sinna sem ekki þótti eft­ir­sókna­vert á þeim tíma. Í staðinn fyr­ir að láta breyta því hvernig hún var hélt hún í sér­kenni sín og hélt áfram að elt­ast við draum­ana. 

Þetta er atriði sem er vin­sælt í dag þegar kem­ur að tísk­unni. Það er ákveðin feg­urð fólg­in í því að standa með sér. Það ger­ir út­lit hvers og eins ein­stakt í stað þess þegar fólk reyn­ir að falla í fyr­ir­fram­gefna kassa. 

View this post on In­sta­gram

#lauren­hutt­on #modeloft­heday #supermodel #fashi­on #beauty #glamour

A post shared by Supermodel Zone (@supermodels_zo­ne) on Aug 7, 2019 at 10:01pm PDT

Nátt­úru­legt hár og förðun

Lauren Hutt­on hef­ur alltaf verið með nátt­úru­legt hár. Í stað þess að lita hárið ljóst eða dekkra hef­ur hún ásamt fleir­um komið nátt­úru­lega „músa“-lit kvenna í tísku. Hún er með frek­ar fín­gert hár og hef­ur í gegn­um tíðina lagt sig fram um að vera með góða klipp­ingu og not­ast meira við að næra hárið frá grunni held­ur en að skaða það. 

Sama hvað hef­ur dunið á í tísk­unni hef­ur Hutt­on í gegn­um árin haldið í klass­ískt út­lit þegar kem­ur að hár­greiðslum og klipp­ing­um. Þetta hef­ur gert hana að þeirri tísku­fyr­ir­mynd sem hún er enn þá í dag.

Þegar kem­ur að förðun er Lauren Hutt­on snill­ing­ur í að draga fram það fal­leg­asta við and­litið sitt. Hún er aldrei með förðun sem er áber­andi. Það hvernig hún vinn­ur skugga sem dæmi und­ir kinn­ar, hef­ur orðið aðals­merki margra og er stefn­an í förðun frá því á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar. 

View this post on In­sta­gram

#lauren­hutt­on #modeloft­heday #supermodel #fashi­on #beauty #glamour

A post shared by Supermodel Zone (@supermodels_zo­ne) on Aug 7, 2019 at 10:08pm PDT

Ein­fald­ur fatnaður í sama lit

Lauren Hutt­on hef­ur sýnt það og sannað að ein­fald­ar klass­ísk­ar bein­ar bux­ur með skyrtu í sama lit er út­lit sem er eft­ir­sótt að klæðast. Þegar hún er í hvít­um bux­um er hún vana­lega í hvítri skyrtu við. Hún leik­ur sér svo meira með jakka og yf­ir­hafn­ir.

Yf­ir­skrift henn­ar í klæðnaði er: Minna er meira. 

Kven­leg­ir jakk­ar

Þar sem Lauren Hutt­on er mikið í bux­um hef­ur hún þróað út­lit þar sem hún not­ar litla kven­lega jakka við víðar bux­ur. Hún pass­ar upp á að jakk­arn­ir passi vel yfir axl­irn­ar og til að ná fram nátt­úru­legu út­liti vel­ur hún tösk­ur sem eru henn­ar aðals­merki. Hún hef­ur margoft sagt að tíska sé eitt­hvað sem kem­ur út fjór­um sinn­um á ári, en stíll sé eitt­hvað sem kon­ur verða að til­einka sér. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by @bits_of_p­ara­dise on Aug 1, 2019 at 12:34am PDT

Ryk­frakk­ar

Það er varla hægt að fjalla um ein­stak­an stíl Lauren Hutt­on án þess að minn­ast á ryk­frakka. Í marga ára­tugi hafa ryk­frakk­ar verið stór hluti af fata­skáp Hutt­on. Sama hvernig þeir líta út eða eft­ir hvern þeir eru, það er eins og áhugi henn­ar á flík­inni sé þannig að hún láti allt ganga þegar kem­ur að þess­um hlut í fata­skápn­um henn­ar.

View this post on In­sta­gram

#lauren­hutt­on #classichollywood #timeless­beauty #sty­leicon

A post shared by @ bits_of_p­ara­dise on Aug 1, 2019 at 12:34am PDT

Tíma­laust út­lit

Lauren Hutt­on hef­ur haldið í stíl­inn sinn í ára­tugi. Hún er alltaf með smart hár, vel hirta húðina og skart­ar síðan því fal­lega brosi sem kom henni áfram á sín­um tíma. 

mbl.is