„Ruslakista“ Kaupþings

Kaupþingsmenn fyrir dómi | 15. ágúst 2019

„Ruslakista“ Kaupþings

Peningamarkaðslán Kaupþings hf., að upphæð 171 milljón evra (26,5 milljarðar kr. á gengi þess tíma), til aflandsfélagsins Lindsor Holding Corporation og kaup félagsins á skuldabréfum útgefnum af bankanum þann sama dag, 6. október 2008, eru enn til rannsóknar af yfirvöldum í Lúxemborg. Um er að ræða síðasta efnahagsbrotamálið sem tengist efnahagshruninu á Íslandi þar sem ákvörðunar um ákæru er enn að vænta.

„Ruslakista“ Kaupþings

Kaupþingsmenn fyrir dómi | 15. ágúst 2019

Aflandsfélag í eigu Kaupþings hf. keypti skuldabréf útgefin af bankanum …
Aflandsfélag í eigu Kaupþings hf. keypti skuldabréf útgefin af bankanum skömmu fyrir hrun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Peningamarkaðslán Kaupþings hf., að upphæð 171 milljón evra (26,5 milljarðar kr. á gengi þess tíma), til aflandsfélagsins Lindsor Holding Corporation og kaup félagsins á skuldabréfum útgefnum af bankanum þann sama dag, 6. október 2008, eru enn til rannsóknar af yfirvöldum í Lúxemborg. Um er að ræða síðasta efnahagsbrotamálið sem tengist efnahagshruninu á Íslandi þar sem ákvörðunar um ákæru er enn að vænta.

Peningamarkaðslán Kaupþings hf., að upphæð 171 milljón evra (26,5 milljarðar kr. á gengi þess tíma), til aflandsfélagsins Lindsor Holding Corporation og kaup félagsins á skuldabréfum útgefnum af bankanum þann sama dag, 6. október 2008, eru enn til rannsóknar af yfirvöldum í Lúxemborg. Um er að ræða síðasta efnahagsbrotamálið sem tengist efnahagshruninu á Íslandi þar sem ákvörðunar um ákæru er enn að vænta.

Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði málinu til fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg (CSSF) hinn 22. janúar 2010. Málið hefur því verið til rannsóknar í nær áratug. Lítið hefur verið fjallað um Lindsor-málið hérlendis að undanskilinni umfjöllun í bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking og á Kjarnanum. Morgunblaðið hefur undir höndum áður óséð gögn tengd málinu sem gefa mikla innsýn í lánveitinguna til félagsins, skuldabréfakaup þess og hugsanlegt skjalafals starfsmanna Kaupþings. Um er að ræða m.a. gögn sem rannsóknaraðilar á Íslandi sendu til yfirvalda í Lúxemborg ásamt tölvupóstssamskiptum starfsmanna Kaupþings tengdum félaginu. Skráð eignarhald Lindsor á rætur að rekja til gamla Búnaðarbankans og samkvæmt FME var Lindsor notað sem „ruslakista“ Kaupþings skömmu fyrir hrun.

Lánveitingin til Lindsor og kaup félagsins á skuldabréfum í Kaupþingi á uppsprengdu verði áttu sér stað sama dag og Seðlabanki Íslands veitti bankanum neyðarlán að verðmæti 500 milljónir evra. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er lánveitingin til Lindsor veitt áður en neyðarlánið til Kaupþings er veitt. Skuldabréfin sem Lindsor keypti urðu nær verðlaus einungis þremur dögum síðar, þegar FME tók yfir stjórn Kaupþings hf. 9. október 2008. Meginhluti viðskipta Kaupþings hf. í tengslum við Lindsor átti sér stað í Lúxemborg með aðkomu Kaupthings í Lúxemborg og félagsins Marple Holding, sem var í eigu Skúla Þorvaldssonar, og var skráð í Lúxemborg. Sá angi málsins sem var tengdur Marple varð að Marple-málinu hérlendis.

Samkvæmt rannsókn FME og embætti sérstaks saksóknara voru starfsmenn og stjórnendur Kaupþings grunaðir um auðgunarbrot, umboðssvik og skjalafals hérlendis en sterkar vísbendingar eru um að skjöl tengd Lindsor hafi verið útbúin og undirrituð í nóvember og desember 2008, eftir fall Kaupþings hf. og rúmlega tveimur og hálfum mánuði eftir viðskiptin.

Höfuðstöðvar Kaupthing bank í Lúxemborg.
Höfuðstöðvar Kaupthing bank í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Lindsor-málið er, eins og flest hrunmál, afar flókið en í senn einfalt. Um er að ræða aflandsfélag skráð á Tortóla sem stjórnendur Kaupþings hf. veittu hundraða milljóna evra lán til þess að kaupa skuldabréf útgefin af Kaupþingi hf. af Kaupthing í Lúx. Þar með var verið að losa Kaupthing í Lúx við bréf sem urðu brátt nær verðlaus. Lánveitingin var ekki borin undir lánanefnd bankans. Kaupþing hf. endurheimti ekki neitt af því fé sem bankinn lánaði Lindsor enda virðast engar ábyrgðir eða tryggingar hafa verið veittar fyrir láninu. Lindsor tók því á sig allt tapið eftir yfirtöku bankans og rýrnaði eignasafn aflandsfélagsins á tveimur mánuðum um 94%.

Þegar Guð var beðinn að blessa Ísland

Á þeim tíma sem lánið er veitt, 6. október 2008, er nauðsynlegt að hafa í huga efnahagsástandið á Íslandi. Á þessum degi voru neyðarlögin samþykkt á Alþingi og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþing hf. neyðarlán að upphæð 500 milljónir evra. Tilraunir til að bjarga Glitni banka höfðu brugðist í september mánuði og þá hafði lánhæfismat Kaupþings verið lækkað af Fitch skömmu áður. Seinnipart sama dag bað Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra Íslands, Guð að blessa Ísland í beinni útsendingu. Það er undir þessum kringumstæðum sem Kaupþing hf., banki í lausafjárkrísu, ákveður að veita Lindsor lán til að kaupa skuldabréf að upphæð 84 milljónir evra og 95,1 milljón dala ásamt minni kaupum í japönskum jenum og íslenskum krónum. Hvað varðar skuldabréfakaupin í dölum og evrum er um að ræða tvo framvirka samninga frá 25. september 2008, sem eru gerðir fyrir hönd Lindsor af Andra Sigurðssyni, lögfræðingi hjá Kaupthing í Lúx. Samningarnir virðast ná yfir nær alla skuldabréfaeign Kaupthing í Lúxemborg í Kaupþingi hf.

Hluta af skuldabréfunum sem Lindsor keypti af Kaupthing í Lúx hafði bankinn sama dag keypt af félaginu Marple og fjórum starfsmönnum bankans, samkvæmt rannsókn FME. Framvirku samningarnir taka ekki til þessara skuldabréfakaupa og virðist þeim hafa verið bætt við á síðustu stundu. Starfsmennirnir höfðu á sínum tíma fengið lán hjá Kaupthing í Lúx til að kaupa skuldabréfin að hluta eða öllu leyti. Þrír seldu bréfin með hagnaði og sá fjórði fékk hærra verð en við var að búast á markaði á þeim tíma. Tveir af starfsmönnunum lögðu háar fjárhæðir inn á reikning félagsins M/Y Maria Ltd. hinn 7. og 8. október 2008, en félagið var í eigu háttsettra stjórnenda og starfsmanna Kaupþingssamstæðunnar.

FME telur það athyglisvert að mismunandi verð fékkst fyrir bréf í sama skuldabréfaflokki sama daginn. Kaupthing í Lúx keypti bréfin á 102 sent, 75 sent og 63 sent í þrennum viðskiptum sama daginn. Lindsor keypti þessi bréf af Kauphting í Lúx á sama verði. „Slíkur verðmunur innan sama dags er fáheyrður þegar um að ræða verðbréf með föstum vöxtum og rennir stoðum undir álit FME um að Lindsor hafi verið notað til að losa tiltekna aðila við verðlítil skuldabréf útgefin af Kaupþingi Ísl. Þessir aðilar voru m.a. félagið Marple og fjórir starfsmenn Kaupthings Lux.,“ segir í réttarbeiðni sérstaks saksóknara til yfirvalda í Lúxemborg frá árinu 2010 sem Morgunblaðið hefur undir höndum.



Í bréfi FME frá 24. mars 2010 til Financial Service Commission (FSC), fjármálaeftirlitsins á Bresku Jomfrúaeyjunum (BVI), sem Morgunblaðið hefur einnig undir höndum, segir að Lindsor virðist vera félag sem var notað til að verðlauna valda skuldabréfahafa Kaupþings ásamt því að fjarlægja tap af efnahagsreikningi Kaupthing í Lúx. „Lindsor tók á sig þetta tap, félag sem var í eigu Kaupþings á þeim tíma sem Kaupþing var á leið í gjaldþrot. Með þessum hætti var Lindsor í raun „ruslakista“ sem var notuð til að til að henda skuldabréfum Kaupþings í þegar það var ljóst að þau yrðu bráðlega verðlaus,“ segir í bréfinu.

Það er athyglisvert að fjárhæð lánsins sé nákvæmlega 171 milljón evra, en samkvæmt FME er sú upphæð ekki í neinum tengslum við nein fyrirfram tilgreind viðskipti. „Öllu heldur virðist tilgangurinn með fjárhæðinni vera sá að veita félaginu svigrúm til að gera því kleift að nota fjármunina þegar því hentar.“

Starfsmaður Kaupþings hf. sendi tölvupóst til Kaupthing í Lúx að kvöldi 6. október 2008 og spurðist fyrir um þessa nákvæmu lánsfjárhæð. Francois Xavier Cabay, starfsmaður Kaupthing í Lúx, svaraði því til að upphæðin væri nákvæmlega 171 milljón og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupthing í Lúx, hefði staðfest það. „It has been confirmed by Magnús.

Í skýrslu um ákveðna þætti innra eftirlits Kaupþings banka hf., gerð af PricewaterhouseCoopers hf. (PWC) að beiðni skilanefndar Kaupþings hf., kemur fram að engar sérstakar heimildir eru til fyrir útlánum til Lindsor. Þá var veitt almenn heimild á stjórnarfundi 25. september 2008 til kaupa á eigin skuldabréfum.

Í þeirri skýrslu var leitað umsagnar frá Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings hf., og segir að áætlun Hreiðars Más hafi verið tvíþætt. Í fyrsta lagi að viðhalda lausafjárstöðu bankans, í öðru lagi að kaupa eigin skuldabréf hans á afslætti. Vöxtur útlána var stöðvaður haustið 2007 og það lausafé sem kom inn og var umfram nauðsyn nýtt til að kaupa til baka skuldabréf bankans. „Magnúsi Guðmundssyni í Lúxemborg var því falið að kaupa á markaði þau skuldabréf félagsins sem í boði voru. Hreiðar kannaðist ekki við framvirka samninga i tengslum við Lindsor né vissi hann af hverju þetta hefði verið gert í sérfélagi. Hann sagðist þó halda að þetta væri félag í eigu Kaupþings hf. sem Lúxemborg stjórnaði,“ segir í skýrslu PWC.

Stofnun félagsins á Tortóla

Félagið Lindsor Holdings Corporation var stofnað og skráð á Bresku Jómfrúaeyjum, nánar til tekið Tortóla, hinn 18. júlí 2008. Stjórnendur eru skipaðir hinn 18. september 2008 og sér Francis Perez, starfsmaður lögmannsskrifstofunnar Mossack Fonseca & Co, um að skrá stjórnendur Lindsor.

Stjórnendur Lindsor eru Allied Directors Corp., Global Managers Inc. og International Officers Inc. Öll þessi félög eru skráð á sama heimilisfang og Lindsor á Castro-stræti á Tortóla. Þrír einstaklingar eru síðan skráðir sem stjórnendur þessara þriggja félaga og eru prókúruhafar Lindsor. Það eru Magnús Palmbäck, Gianni de Bortoli og Andri Sigurðsson. Þeir voru á þessum tíma allir starfsmenn hjá Kaupthing í Lúx. FME telur hins vegar að Lindsor hafi verið að fullu í eigu Kaupþings hf.

Loðið eignarhald Lindsor

Eignarhald Lindsor er sett upp með afar óljósum hætti. Eignarhaldið virðist svo óljóst að mánuðum eftir lánveitinguna eru lykilstarfsmenn Kaupþings að spyrjast fyrir í tölvupóstum sín á milli um hver sé raunverulegur eigandi. Í peningaþvættisathugun (e. AML [Anti Money Laundering] questionnaire for foreign company) sem er dagsett 6. október 2008, og Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að félagið Otris S.A. er eigandi Lindsor. Undirskrift þess sem skrifar undir fyrir hönd Lindsor á peningaþvættisathuguninni er illlæsileg en í yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Eggerti J. Hilmarssyni, fyrrv. lögfræðingi hjá Kaupthing í Lúx., kemur fram að Gianni de Bortoli eigi þessa undirskrift. Í skjölum innan úr Kaupþingi hf. var þó að finna kaupsamning (e. Acquisition Agreement) milli Kaupþings hf. og Kaupthing í Lúx um að Kaupþing kaupi Lindsor. Kaupsamningurinn er dagsettur 24. september 2008 en undirskrift Bortolis um að Otris S.A. sé eigandi er dagsett 6. október 2008.

Samkvæmt rannsókn sem skilanefnd Kaupþings fór í og deildi með FME kemur fram að á þeim tíma sem lánveitingin er gerð og kaupin fara fram er annaðhvort Otris S.A. eða Kaupþing hf., eigandi Lindsor. Þá er eigandi Otris S.A. annaðhvort Kaupþing hf. eða Serradis, sem er fjárhaldsfélag (e. Trust) og skráð á eyjunni Guernsey. Í bréfi sérstaks saksóknara til FSC á Bresku Jómfrúaeyjum fer þetta misræmi eftir heimildum (e. depending on the source). Skýrsla PWC snertir einnig á þessu og tekur fram að misræmis gæti í stofngögnum Lindsor um hver sé skilgreindur ráðandi hluthafi (e. beneficial owner). „AML (Anti money laundering) er ekki í samræmi við stofngögn,“ segir í skýrslu PWC.

„Eitt­hvert opti­onssceem fyr­ir Búnaðarbanka­menn“

Á stofn­gögn­um Lindsor Hold­ing er Otris S.A. skráð eig­andi fé­lags­ins. Eig­andi Otris S.A. er að því er Morg­un­blaðið kemst næst Serra­dis Trust, sem er skráð á eyj­unni Gu­erns­ey. Serra­dis Trust er fjár­halds­fé­lag og á í Otris S.A. sem og öðru fé­lagi að nafni Ferra­dis. Fé­lög­in eiga ræt­ur að rekja til gamla Búnaðarbank­ans. „Þetta [Otris S.A. og Ferra­dis] er í raun­inni af­sprengi eða af­sprengi, þetta er sem sagt, var stofnað í tíð Búnðarbank­ans þegar hann var. Síðan var fært yfir í raun­inni þessi fé­lög, Otris, Ferra­dis til Kaupþings við sam­ein­ingu þar sem ég veit að þessi fé­lög voru sett upp utan um eitt­hvert opti­onssceem fyr­ir Búnaðarbanka­menn. Þar inni voru Búnaðarbanka­bréf sem breytt­ust síðan í Kaupþings­bréf þannig að þegar þau voru færð yfir til Kaupþing í Lúx að þá var þetta sam­an­sett upp á venju­lega þannig að fé­lög­in voru bara í adm­in­istrati­on hjá bank­an­um,“ er haft eft­ir Eggerti Hilm­ars­syni, fyrrum lögfræðingur Kaupthings í Lúx., í yf­ir­heyrslu hjá sér­stök­um sak­sókn­ara, þegar hann er spurður um hverj­ir eiga og stýra þess­um fé­lög­um.

Hann bæt­ir við að í raun sé eng­inn eig­andi að þess­um sjóði. Þegar sak­sókn­ari spyr hann hvernig slíkt fyr­ir­komu­lag virk­ar og hvort hagnaður sem þar mynd­ast renni þá bara til góðgerðar­mála seg­ir Eggert að því geti hann ekki svarað. „Ég get ekki svarað, bara eig­in­lega veit ekki hvernig menn ætluðu sér að taka þann hagnað til baka af því eins og sagði áðan, upp­haf­lega var þetta, átti þetta að fjár­magna bréf í Búnaðarbank­an­um sem semsagt hefði þá greiðst til baka [...]“

Í yf­ir­heyrsl­um yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings hf.,  6. maí 2010, kem­ur fram að þessi fé­lög voru sett upp þegar Búnaðarbank­inn gamli var enn í rík­is­eigu. „Það voru sett upp tvö fé­lög, Ferat­is [Ferra­dis] og Otris, og inn í þau fé­lög voru sett bréf bank­ans sem voru til þess að, til á móti hluta­bréfa­samn­ing­um starfs­manna [...] ég held þetta sé svipað sett upp og Lands­bank­inn bjó svona til seinna meir, þarna með þessi Panama-fé­lög sem áttu þarna hluta­bréf í bank­an­um, svona starfs­menn í raun og veru fengu hagnaðinn af og já svo þetta eru sjálf­seign­ar­fé­lög með ein­hverju be­neficial owner. Þú veist, ég veit ekki hver það var, stund­um er sett ein­hver rauður kross á Parama [Panama] í ein­hverj­um til­vik­um. Ég veit ekki í þessu til­viki eða und­ir svona stjórn bank­ans í raun og veru þarna, en af hverju það fé­lag átti að vera be­neficial owner, það veit ég ekki held­ur,“ seg­ir Hreiðar.

Félagið sem var skráður eigandi Lindsor Holding Corp. á rætur …
Félagið sem var skráður eigandi Lindsor Holding Corp. á rætur að rekja til gamla Búnaðarbankans. Jim Smart

„Hvernig er þessi strúkt­úr?“

Af tölvu­pósts­sam­skipt­um lyk­il­starfs­manna Kaupþings að dæma virðast marg­ir ekki meðvitaðir um eign­ar­haldið á Lindsor, hvorki fyr­ir né eft­ir lán­veit­ing­una. Fyrsti tölvu­póst­ur sem birt­ist tengd­ur Lindsor í Kaupþingi er frá 2. októ­ber 2008. Þar send­ir Magnús Guðmunds­son á Bjarka Diego, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra út­lána Kaupþings: „Sæll, þetta er fé­lagið sem þarf 200 millj­ón evra lán til að kaupa skulda­bréf á bank­ann, get­ur þetta gengið hratt? Þetta er Zero cash flow.“

Morg­un­inn eft­ir, hinn 3. októ­ber 2008, send­ir Magnús Guðmunds­son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupthings í Lúx., á Bjarka Diego póst þar sem í viðhengi er exc­elskjalið „Kaup á Bonds“ þar sem búið er að lista kaup­in upp. Magnús seg­ir í þeim pósti: „Meðfylgj­andi eru skulda­bréf­in sem ég færi inn í fé­lagið Lindsor Hold­ing Corp.“ Bjarki er síðar í sam­skipt­um við Hall­dór Bjark­ar Lúðvígs­son, fyrr­ver­andi starfs­mann fyr­ir­tækja­sviðs Kaupþings, og seg­ir: „Var að heyra í MG [Magnúsi Guðmunds­syni] sem var að gefa það í skyn að við þyrft­um jafn­vel að flýta þess­ari transacti­on eitt­hvað – varst þú nokkuð búi­n að heyra af því?“ Hall­dór Bjark­ar svar­ar því neit­andi.

Á þess­um tíma­punkti eru þrír dag­ar í setn­ingu neyðarlag­anna og sex dag­ar þar til FME tek­ur yfir Kaupþing hf.

Hinn 6. októ­ber 2008 er að finna tölu­v­pósts­sam­skipti milli Eggerts, Magnús­ar og Bjarka Diego. Póst­ur er send­ur á Hall­dór Bjark­ar sem ber titil­inn „Samn­ing­arn­ir um bond­in“ og Hall­dór Bjark­ar send­ir á Guðnýju Örnu Sveins­dótt­ur, fjár­mála­stjóra Kaupþings: „Þekk­ir þú ekki þenn­an strúkt­úr eitt­hvað? Otris SA er eig­andi Lindsor. Erum við be­neficial eig­andi Otris eða hvernig er þessi strúkt­úr?“ Þannig að sama dag og Lindsor er veitt 171 millj­ón­ar evru lán til skulda­bréfa­kaupa er enn óvissa meðal starfs­manna um eign­ar­hald fé­lags­ins. Hinn 8. októ­ber 2008 rétt fyr­ir kl. 11 að morgni send­ir Hall­dór Bjark­ar til Iðu Brár Bene­dikts­dótt­ur, starfs­manns Kaupþings, með Magnús og Bjarka Diego í CC-pósti, póst sem ber heitið „Lindsor Hold­ing Corp“ og seg­ir: „Þetta er fé­lagið sem Magnús/​Bjarki voru að tala um þ.e.a.s. Lindsor Hold­ing. Ef við ætl­um að taka þetta yfir væri það vænt­an­lega í gegn­um þetta fé­lag, 8. októ­ber. Hall­dór Bjark­ar.“ Þenn­an sama dag, kort­eri seinna, send­ir Iða Brá á Hall­dór Bjark­ar: „Ég er dáldið stressuð að nota þetta en ég er byrjuð að fá póst frá lög­fræðing­um HSH þannig að við verðum að klára þetta. Er þetta ekki svo­lít­il flétta eða er hægt að bendla þetta beint við Kaupt­hing hf.?“ Í yf­ir­heyrsl­um yfir Magnúsi seg­ir hann að áhyggj­ur Iðu Brár hafi ekki snú­ist um hvort rétt hafi verið staðið að Lindsor. „Það er ein­fald­lega Iða Brá sem að var búin að kaupa skulda­bréf frá HSH eða trea­sure-deild­inni hjá móður­fé­lag­inu [...] hún er bara að segja að hún sé stressuð að láta Lindsor kaupa þessi skulda­bréf,“ seg­ir Magnús.

Dag­inn eft­ir, 9. októ­ber 2008, tek­ur FME yfir Kaupþing. Hinn 31. októ­ber 2008 renn­ur gjald­dagi Lindsor-láns­ins upp og ekk­ert fæst greitt. Sem fyrr seg­ir rýrnaði eigna­safn Lindsor, sem var í raun ekk­ert nema skulda­bréf­in, um 94%.

Sem fyrr segir stendur rannsókn Lindsor-málsins enn yfir í Lúxemborg. Að sögn yfirvalda þar mun rannsóknardómarinn, Ernest Nilles, bráðlega skila málinu til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra eður ei.

mbl.is