„Viljum fara með friði og spekt“

Árneshreppur | 15. ágúst 2019

„Viljum fara með friði og spekt“

VesturVerk ætlar að bíða með vegframkvæmdir í landi Seljanes í Ingólfsfirði í einhvern tíma. Verður farið í brú- og vegarvinnu innar í Ófeigsfirði eftir helgi. Landeigendur í Seljanesi hafa mótmælt framkvæmdum VesturVerks harðlega og telja VesturVerk ekki hafa lögmæta heimild fyrir vegvinnunni. 

„Viljum fara með friði og spekt“

Árneshreppur | 15. ágúst 2019

Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum.
Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

VesturVerk ætlar að bíða með vegframkvæmdir í landi Seljanes í Ingólfsfirði í einhvern tíma. Verður farið í brú- og vegarvinnu innar í Ófeigsfirði eftir helgi. Landeigendur í Seljanesi hafa mótmælt framkvæmdum VesturVerks harðlega og telja VesturVerk ekki hafa lögmæta heimild fyrir vegvinnunni. 

VesturVerk ætlar að bíða með vegframkvæmdir í landi Seljanes í Ingólfsfirði í einhvern tíma. Verður farið í brú- og vegarvinnu innar í Ófeigsfirði eftir helgi. Landeigendur í Seljanesi hafa mótmælt framkvæmdum VesturVerks harðlega og telja VesturVerk ekki hafa lögmæta heimild fyrir vegvinnunni. 

Fram­kvæmd­ir vegna fyr­ir­hugaðar Hvalár­virkj­unar hafa verið gríðarlega um­deild­ar í Árnes­hreppi og víðar. Fyr­ir liggja sjö kær­ur hjá Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fram­kvæmd­ar­leyf­is sem hrepps­nefnd Árnes­hrepps veitti Vest­ur­Verki í byrj­un sum­ars.

Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært fram­kvæmd­ar­leyfið og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

Vilja fara með friði og spekt

Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, segir að beðið verði með lagfæringar í Seljanesi í einhverja daga, meðal annars til þess að halda friðinn við landeigendur í Seljanesi. 

„Við erum núna að vinna í Ingólfsfirði og eigum þar eftir að bera í veginn. Við höfum sótt þar um leyfi til að nota námu innst í firðinum til að taka efni í ofanburðinn. Síðan ætlum við að færa okkur innst í Ófeigsfjörð og gerum það fyrir helgi svo að hefjast megi handa strax eftir helgi. Innst í Ófeigsfirði eru smávægilegar vegbætur fyrirhugaðar og svo erum við að fara undirbúa að reisa þar brú yfir Hvalá. Það er brú sem kemur í rauninni bara í einu lagi en við þurfum að steypa undirstöður og annað slíkt,“ segir Birna um næstu skref framkvæmdanna. 

Kort/mbl.is

„Við erum að vinna jöfnum höndum að þessum verkefnum. Síðan er það kaflinn um Seljanes sem verður eftir og við ætlum svona aðeins að hinkra með hann. Við viljum auðvitað fara með friði og spekt í gegnum þetta verkefni en við teljum okkur vera í fullum rétti til að vinna þarna að veginum og það er þá Vegagerðin eða sveitarfélagið sem þarf að gera einhverjar athugasemdir við okkur ef það er ekki svo.

„En samkvæmt öllu því sem við höfum í höndum þá erum við í fullum rétti til að vinna þarna eftir þessari veglínu og innan þess veghelgunarsvæðis sem tilheyrir veginum.“

Vilja komast hjá leiðindum

Landeigendur í Seljanesi hafa kært framkvæmdarleyfi sem Árneshreppur veitti VesturVerki í byrjum sumars til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þá telja landeigendurnir að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að framselja veghald á veginum til VesturVerks og hafa kært þá ákvörðun til samgönguráðuneytisins. 

„Við viljum auðvitað komast hjá leiðindum og viljum ekki fara með offorsi gegn einum eða neinum í þessu verkefni. Þessi hluti er fyrst og fremst lagfæringar á þessum slóða og til þessa hafa slíkar framkvæmdir bara verið kærkomnar, allsstaðar þar sem þær hafa verið framkvæmdar og ég trúi nú ekki öðru en að landeigendur í Seljanesi verði á endanum sömu skoðunar,“ segir Birna. 

Hvalárlón.
Hvalárlón. mbl.is/Golli

Í Ófeigsfirði er að finna ein stærstu ósnertu víðerni á landinu. Er þar talsvert um menningar- og söguminjar auk þess sem nýlega uppgötvuðust trjáholur sem líklegar eru steingervingar. Birna segir VesturVerk hafa hagað sínum framkvæmdum þannig að engar minjar bíði skaða. 

„Við munum auðvitað gæta vel að öllum kennileitum og erum ekki að fara hreyfa við neinum þekktum kennileitum. Það verða smávægilegar tilfærslur á vegi, innan veghelgunarsvæðisins og það er gert til þess að auka öryggi vegarins og sneiða hjá minjum sem þar eru.“ 

Vélunum lagt við landamerki af hagkvæmisástæðum

Talsmaður landeigenda í Seljanesi sagði í samtali við mbl.is á mánudag að landeigendum fannst sem þeim hafi verið ögrað þegar gröfu verk­taka sem ann­ast fram­kvæmd­ir á veg­um Vest­ur­Verks á Ófeigs­fjarðar­heiði, var lagt við landa­merki að Selja­nesi. 

Birna segir að vinnuvélum hafi verið lagt við landamerkin af hagkvæmnisástæðum og ekki neinu öðru. 

„Það voru uppi samsæriskenningar um að við hefðum plantað vinnuvélum þarna gagngert til að ögra og það var auðvitað alls ekki svo. Vinnulag verktakans var þannig að þeir höfðu ákveðið að vélarnar myndu vinna úr báðum áttum og mætast á miðri leið og höfðu fært vélarnar í samræmi við það til að vinna sér í haginn fyrir næsta dag. Þannig stóð á því að þessi vél var staðsett þarna á þessum tíma.“

Landeigendur í Seljanesi hafa sagst ætla að koma í veg fyrir að framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi færist inn á þeirra land. Nú þegar þeim hluta framkvæmdanna hefur verið slegið á frest er óljóst hvort að landeigendur muni leggjast gegn því að vinnuvélar VesturVerks fari í gegnum landið til að halda framkvæmdum áfram norðan jarðarinnar. 

„Þeir hafa engar heimildir til að stöðva umferð um veginn. Þetta er skilgreindur þjóðvegur af hálfu Vegagerðarinnar en ekki einkavegur. Við mættum heldur ekki hindra umferð um veginn, þótt við séum veghaldarar,“ segir Birna.

mbl.is