Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., segir lánveitingu bankans til aflandsfélagsins Lindsor Holding og kaup þess á skuldabréfum útgefnum af bankanum árið 2008 ekki hafa skapað fjártjón fyrir bankann.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., segir lánveitingu bankans til aflandsfélagsins Lindsor Holding og kaup þess á skuldabréfum útgefnum af bankanum árið 2008 ekki hafa skapað fjártjón fyrir bankann.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., segir lánveitingu bankans til aflandsfélagsins Lindsor Holding og kaup þess á skuldabréfum útgefnum af bankanum árið 2008 ekki hafa skapað fjártjón fyrir bankann.
„Við kaup á eigin skuldabréfum var Kaupþing að endurgreiða aðilum sem lánað höfðu bankanum fjármuni. Við kaupin lækkuðu skuldir bankans og því getur ekkert fjártjón orðið við slíka ráðstöfun,“ segir Hreiðar Már í yfirlýsingu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í gær um aflandsfélagið Lindsor Holding. Þegar Lindsor-málið var til rannsóknar á Íslandi taldi embætti sérstaks saksóknara m.a. að með lánveitingunni væri bankinn settur í verulega hættu.
„Það er mikilvægt að það komi fram að engar greiðslur runnu til Kaupthing Luxembourg eða aflandsfélaga af þeim fjármunum sem Kaupþing fékk að láni hjá Seðlabanka Íslands og hefur verið kallað neyðarlánið. Starfsmenn Kaupþings gengu heiðarlega til starfa og gættu hagsmuna bankans í hvívetna eins og skýrsla Seðlabankans sem birt var nýlega endanlega staðfestir,“ segir Hreiðar Már. „Það er einnig mikilvægt að taka fram að Lindsor Holding, Otris S.A., Serradis Trust og Kaupthing banki í Lúxemborg voru öll að fullu í eigu Kaupþings banka hf. og þar með gat engum hagsmunum verið fórnað í innbyrðis viðskiptum félaganna þriggja,“ segir Hreiðar ennfremur.
Spurður af hverju Otris S.A. var skráður eigandi Lindsor segist Hreiðar ekki þekkja það og hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun. Samkvæmt gögnum frá Fjármáleftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara var tilgangur skuldabréfakaupanna að losa Kaupþing við skuldabréf sem urðu nær verðlaus þremur dögum seinna þegar FME tók yfir bankann. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hreiðar það ekki rétt.