Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

Árneshreppur | 20. ágúst 2019

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

„Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins.

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

Árneshreppur | 20. ágúst 2019

Framkvæmdir eru í biðstöðu í Seljanesi þar til niðurstaða samgönguráðuneytisins …
Framkvæmdir eru í biðstöðu í Seljanesi þar til niðurstaða samgönguráðuneytisins liggur fyrir. Ljósmynd/Aðsend

„Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins.

„Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins.

Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa, þ.e. að fram­kvæmd­um við veglagn­ingu í firðinum vegna fyrirhugaðar virkjunar í Hvalá verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vega­gerðin hafi heim­ild til að ráðstafa veg­in­um, sem land­eig­end­ur telja sinn. 

Vegagerðin gerir ekki athugasemd við að framkvæmdum verði frestað, hins vegar mótmælir hún því að veg­ur­inn sé í eigu land­eig­enda. Landeigandi hefur frest til 26. ágúst til að skila inn sínu áliti á athugasemdum Vegagerðarinnar. 

Vegagerðin benti samgönguráðuneytinu á að framkvæmdaraðilinn Vesturverk ætti að fá tækifæri einnig til að taka afstöðu til málsins. Þórmundur bendir á að þar sem Vesturverk er í raun ekki beinn aðili máls beri ráðuneytinu ekki skylda til að leita umsagnar þess. Hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir áliti fyrirtækisins.

Bíða þar til línur skýrast

„Á meðan þetta er í þessu ferli vinnum við áfram að þeim hluta vegarins sem er í Ingólfsfirði og innst í Ófeigsfirði. Við bíðum með Seljanesið þar til þessar línur skýrast,“ segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. 

Nú þegar hafa orðið tafir á verkinu, það er að segja að bæta veg að Hvalá sem til stendur að virkja. Fyrr í sumar vann Minjastofnun að kortlagningu minja á svæðinu. „Það er engin leið að segja til um hvað þetta mun tefja mikið. Við áttum okkur ekki á því hvað þetta tekur langan tíma í meðförum í ráðuneytinu,“ segir Birna. 

Eins og staðan er núna sækist vinnan vel, því veðrið er mjög gott í Árneshreppi. „Veðrið er mjög gott þessa dagana en það getur hins vegar hratt sett strik í reikninginn og við vitum að við munum ekki geta unnið langt fram eftir hausti,“ segir Birna. 

 

mbl.is