Ætlar ekki að munnhöggvast við Trump

Grænland | 21. ágúst 2019

Ætlar ekki að munnhöggvast við Trump

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist engan áhuga hafa á því að munnhöggvast við Donald Trump Bandaríkjaforseta. 

Ætlar ekki að munnhöggvast við Trump

Grænland | 21. ágúst 2019

„Ég hef ekki áhuga á að munnhöggvast við neinn, hvað …
„Ég hef ekki áhuga á að munnhöggvast við neinn, hvað þá forseta Bandaríkjanna,“ sagði Frederiksen. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist engan áhuga hafa á því að munnhöggvast við Donald Trump Bandaríkjaforseta. 

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist engan áhuga hafa á því að munnhöggvast við Donald Trump Bandaríkjaforseta. 

Trump aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur vegna áhugaleysis Frederiksen að ræða við hann um möguleg kaup á Grænlandi, og bætti svo í og sagði viðbrögð hennar við tíðindunum „andstyggileg“.

„Ég hef ekki áhuga á að munnhöggvast við neinn, hvað þá forseta Bandaríkjanna,“ sagði Frederiksen í viðtali við danska ríkissjónvarpið DR og ítrekaði að samband landanna tveggja yrði áfram sterkt. 

Rými fyrir ágreining

Frederiksen neitar því að hún hafi verið of harðorð um áhuga Trump á að kaupa Grænland, en hún sagði umræðuna „fáránlega“ og að leiðtogi grænlensku landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, hefði gert Trump það ljóst að Grænland væri ekki til sölu.

„Þegar um er að ræða nána samstarfsfélaga og góða vini, líkt og Danmörku og Bandaríkin, ætti að vera rými fyrir ágreining,“ sagði Frederiksen.

mbl.is