Gengur ekki til lengdar

Reynisfjara | 22. ágúst 2019

Gengur ekki til lengdar

Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. 

Gengur ekki til lengdar

Reynisfjara | 22. ágúst 2019

Borðar sem afmarka svæðið í austasta hluta Reynisfjöru.
Borðar sem afmarka svæðið í austasta hluta Reynisfjöru. mbl.is/Hallur Már

Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. 

Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. 

Sjórinn hefur eyðilagt hluta borðanna á næturnar og þarf lögreglan að mæta á hverjum morgni til að setja nýja.

„Það þýðir ekki að hafa þetta svona til lengdar,” segir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri og vonast til að tekin verði ákvörðun um endanlega ráðstöfun um merkingu svæðisins á fundi sem verður haldinn í fyrramálið. Hann munu sitja landeigendur, lögreglan á Suðurlandi og fulltrúar Vegagerðarinnar.

Skriðan sem féll var stór.
Skriðan sem féll var stór. mbl.is/Hallur Már

Sigurður fór í Reynisfjöru í gær og rak þá í burtu erlenda ferðamenn sem höfðu gengið upp að skriðunni á meðan borðinn lá niðri. „Eftir að ég setti upp lokunina í gær var ég þarna í tvo tíma til að kanna hvort fólk virti þetta og það gerði það,” segir hann. Síðan þá hafa engin tilvik komið upp þar sem vísa hefur þurft ferðamönnum í burtu. 

mbl.is/Hallur Már
mbl.is