Kínversk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau muni svara efnahagsaðgerðum Bandaríkjanna og hækka tolla á bandarískar vörur allt að 10% eða því sem nemur 75 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 9.337 milljarða íslenskra króna.
Kínversk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau muni svara efnahagsaðgerðum Bandaríkjanna og hækka tolla á bandarískar vörur allt að 10% eða því sem nemur 75 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 9.337 milljarða íslenskra króna.
Kínversk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau muni svara efnahagsaðgerðum Bandaríkjanna og hækka tolla á bandarískar vörur allt að 10% eða því sem nemur 75 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 9.337 milljarða íslenskra króna.
Fram kemur í umfjöllun Reuters að þessi hækkun bætist ofan á þær tollahækkanir sem þegar hafa verið settir á vegna viðskiptadeilu ríkjanna.
Þann fyrsta ágúst tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að þarlend stjórnvöld myndu leggja á 10% innflutningstoll á vörur frá Kína, sem mun nema 300 milljarða bandaríkjadala á ári. Fyrir er 25% tollur á vörum frá Kína og taka nýju tollar Bandaríkjanna gildi í tvennu lagi, fyrsta september og 15. desember.
Fyrirætlun Kína miðar að því að hækka tolla um fimm til tíu prósentustig á 5.078 vöruflokka sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru landbúnaðarvörur eins og sojabaunir, hráolía og smærri loftför. Jafnframt eru nýir tollar lagðir á innflutning bifreiða og íhluti þeirra.
Fullyrtu kínversk stjórnvöld í dag að þau hafi ekki haft annarra kosta völ en að hækka tolla í ljósi einhliða aðgerða Bandaríkjanna og verndarhyggju.
Þrátt fyrir aukna spennu er talið að viðræður Bandaríkjanna og Kína, sem skipulagðar eru í september, fari fram samkvæmt áætlun.