„Kraftaverkabarnið“ tveggja ára

Rohingjar á flótta | 25. ágúst 2019

„Kraftaverkabarnið“ tveggja ára

Fyrir tveimur árum flúði Rashida Khatun Rakhine-hérað í Búrma ásamt fjölskyldu sinni og þúsundum rohingja. Eftir nokkurra klukkutíma gang, siglingu í aftakaveðri þangað til fjölskyldan komst í skjól í Bangladess þar sem Ahmad Shah fæddist í grenjandi rigningu. 

„Kraftaverkabarnið“ tveggja ára

Rohingjar á flótta | 25. ágúst 2019

Ahmad Shah.
Ahmad Shah. AFP

Fyrir tveimur árum flúði Rashida Khatun Rakhine-hérað í Búrma ásamt fjölskyldu sinni og þúsundum rohingja. Eftir nokkurra klukkutíma gang, siglingu í aftakaveðri þangað til fjölskyldan komst í skjól í Bangladess þar sem Ahmad Shah fæddist í grenjandi rigningu. 

Fyrir tveimur árum flúði Rashida Khatun Rakhine-hérað í Búrma ásamt fjölskyldu sinni og þúsundum rohingja. Eftir nokkurra klukkutíma gang, siglingu í aftakaveðri þangað til fjölskyldan komst í skjól í Bangladess þar sem Ahmad Shah fæddist í grenjandi rigningu. 

Rashida Khatun segir að þegar hún, eiginmaður hennar og börn þeirra þrjú höfðu gengið klukkutímum saman á flótta undan hermönnum í Búrma hafi bátsferð í úfnum sjó til Bangladess tekið við. Hún var full örvæntingar enda komið að fæðingu barnsins. 

Ahmad Shah fæddist í vegkanti á þessum degi fyrir tveimur …
Ahmad Shah fæddist í vegkanti á þessum degi fyrir tveimur árum. AFP

Skjólið var ekki merkilegt aðeins dúkur sem skýldi þeim fyrir mestu rigningunni í vegkanti. Nokkrum tímum síðan fæddist Shah með aðstoð nokkurra rohingja-kvenna, sem einnig voru á flótta.

„Ég var svo þreytt. En ég vildi tryggja ófæddu barni mínu öryggi,“ segir móðirin í viðtali við AFP. „Ég hélt að hann myndi ekki lifa þetta af þar sem við vorum gegndrepa í rigningunni.“

Shah varð tveggja ára í dag en tvö ár eru liðin frá því 740 þúsund rohingjar urðu landflótta þar sem þeir flúðu undan ofbeldisverkum hermanna í vesturhluta Búrma. Fólkið býr nú í yfirfullum flóttamannabúðum í Bangladess.

Rashida Khatun með Ahmad Shah syni sínum.
Rashida Khatun með Ahmad Shah syni sínum. AFP

Fæðing Shah og flótti fjölskyldunnar er áminning um lífskjör ríkisfangslausra múslíma sem þurftu að flýja heimaland sitt. Um 200 þúsund rohingjar tóku þátt í göngunni í stærstu flóttamannabúðum heims þar sem þeir minntust dags sem þeir kenna við þjóðarmorð.

Faðir Shah, Mohammad Selim, segir son sinn vera kraftaverkabarn. „Guð bjargaði barni mínu þessa nótt.“  

Mohammad Selim með son sinn Ahmad Shah.
Mohammad Selim með son sinn Ahmad Shah. AFP
mbl.is