O'Brien freistar þess að hjálpa Trump

Grænland | 25. ágúst 2019

O'Brien freistar þess að hjálpa Trump

Grínistinn Conan O'Brien sá sér leik á borði í allri athyglinni sem áhugi Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur vakið víða um heim og lagði land undir fót.

O'Brien freistar þess að hjálpa Trump

Grænland | 25. ágúst 2019

„Markmiðinu náð, nánari upplýsingar síðar,“ skrifar O'Brien við þessa mynd.
„Markmiðinu náð, nánari upplýsingar síðar,“ skrifar O'Brien við þessa mynd. Twitter/Conan O'Brien

Grínistinn Conan O'Brien sá sér leik á borði í allri athyglinni sem áhugi Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur vakið víða um heim og lagði land undir fót.

Grínistinn Conan O'Brien sá sér leik á borði í allri athyglinni sem áhugi Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur vakið víða um heim og lagði land undir fót.

O'Brien er nú staddur á Grænlandi þar sem hann tekur púlsinn á grænlensku þjóðinni, en hann leyfir aðdáendum að fylgjast með ævintýri sínu á Twitter.

Í einu myndskeiðinu segir hann frá samræðum sínum við heimamenn um það hvort það sé hlynnt því að Donald Trump kaupi Grænland. „Ég fæ misvísandi skilaboð. Sumir segja nei, aðrir segja NEI!“

Í öðru tísti gerir O'Brien svo grín að heilsu forsetans. „Góðar fréttir, Trump forseti. Það er golfvöllur á Gænlandi. Slæmu fréttirnar eru að það eru engir golfbílar, svo njóttu þess að slá eina holu.“

mbl.is