Rjómalagað rigningarpasta sem gerir allt betra

Uppskriftir | 26. ágúst 2019

Rjómalagað rigningarpasta sem gerir allt betra

Ef það er eitthvað sem þjóðin þarfnast í augnablikinu þá eru það rjómi og kolvetni. Og hér gefur að líta undursamlega uppskrift úr smiðju Gígju S. Guðjónsdóttur sem ætti engan að svíkja.

Rjómalagað rigningarpasta sem gerir allt betra

Uppskriftir | 26. ágúst 2019

mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir

Ef það er eitthvað sem þjóðin þarfnast í augnablikinu þá eru það rjómi og kolvetni. Og hér gefur að líta undursamlega uppskrift úr smiðju Gígju S. Guðjónsdóttur sem ætti engan að svíkja.

Ef það er eitthvað sem þjóðin þarfnast í augnablikinu þá eru það rjómi og kolvetni. Og hér gefur að líta undursamlega uppskrift úr smiðju Gígju S. Guðjónsdóttur sem ætti engan að svíkja.

Einstaklega bragóður pastaréttur sem er veisla fyrir bragðlaukana

Uppskrift fyrir 4 fullorðna

  • 500 gr. risarækjur
  • 400-500 gr. pasta (mér finnst best að nota spagettí eða tagiatelle í þessa uppskrift)
  • 1 msk. olía
  • 6 hvítlauksrif
  • 2 msk. ósaltað smjör
  • salt og pipar
  • ½ bolli hvítvín
  • 1½ bolli rjómi eða matreiðslurjómi frá Gott í matinn
  • ½ bolli rifinn parmesan ostur
  • Smátt söxuð steinselja eftir smekk

Aðferð:

  1. Pastað er soðið í potti eftir leiðbeiningum á pottinum
  2. Olía er hituð á pönnu og rækjurnar steiktar ásamt salti og pipar í um 2 mínútur á hvori hlið eða þar til þær eru orðnar bleikar, þá eru þær teknar af pönnunni.
  3. Í olíuna fer smjörið og hvítlaukurinn og látið málla í smá stund á vægum hita
  4. Næst fer rjóminn og hvítvínið á pönnuna og suða látin koma upp, þegar suðan er komin upp er rifnum parmesan osti bætt út í
  5. Þegar rjóminn hefur þykknað aðeins þá er rækjunum bætt aftur út á pönnuna og steinselju stráð yfir ásamt salti og pipar eftir smekk.
  6. Í lokinn er pastað sett á diska, rjóma og rækjublandan er sett yfir pastað. Einnig er fallegt að skreyta diskinn með steinselju og meiri parmesanost.
mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
mbl.is