Ferðamenn á lokunarsvæði í Reynisfjöru

Reynisfjara | 28. ágúst 2019

Ferðamenn á lokunarsvæði í Reynisfjöru

Ferðamenn streymdu um austasta hluta Reynisfjöru í dag, á svæði sem hefur undanfarið verið lokað af vegna skriðuhættu.

Ferðamenn á lokunarsvæði í Reynisfjöru

Reynisfjara | 28. ágúst 2019

Ferðamenn voru inni á lokunarsvæðinu í austurhluta Reynisfjöru í dag. …
Ferðamenn voru inni á lokunarsvæðinu í austurhluta Reynisfjöru í dag. Lögregla hefur nú girt svæðið af að nýju. Skjáskot úr myndskeiði úr fjörunni í dag.

Ferðamenn streymdu um austasta hluta Reynisfjöru í dag, á svæði sem hefur undanfarið verið lokað af vegna skriðuhættu.

Ferðamenn streymdu um austasta hluta Reynisfjöru í dag, á svæði sem hefur undanfarið verið lokað af vegna skriðuhættu.

Vakin var athygli á þessu í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er búið að girða hættusvæðið í fjörunni af á nýjan leik.

Austasti hluti fjörunnar hef­ur verið lokaður síðan 20. ágúst, en þá féll stór skriða úr Reyn­is­fjalli.

Lögregla hefur þurft að setja upp nýja lokunarborða daglega, þar sem sjórinn hrifsar borðann ítrekað með sér.

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að reynt sé að halda þessu í horfinu eins og hægt er.

Hann segir einnig að unnið sé að því að finna einhverja varanlegri lausn til lokunar á fjörunni, sem dugi allavega daginn.

mbl.is