Perez framlengir um þrjú ár

Formúla-1/Force India | 31. ágúst 2019

Perez framlengir um þrjú ár

Sergio Perez hefur framlengt veru sína hjá Racing Point til þriggja ára, eða til vertíðarloka 2022.

Perez framlengir um þrjú ár

Formúla-1/Force India | 31. ágúst 2019

Sergio Perez í Spa-Francorchamps í gær.
Sergio Perez í Spa-Francorchamps í gær. AFP

Sergio Perez hefur framlengt veru sína hjá Racing Point til þriggja ára, eða til vertíðarloka 2022.

Sergio Perez hefur framlengt veru sína hjá Racing Point til þriggja ára, eða til vertíðarloka 2022.

Mexíkóski ökumaðurinn réði sig til liðsins árið 2014 er það hét Force India. Áður hafði hann keppt með Sauber og McLaren.

Eftir nokkur árangursrík ár í hópi miðjuliðanna í formúlu-1 fékk Force India greiðslustöðvun vegna fjárhagsörðugleika og hafnaði hjá skiptastjóra sem seldi liðið fjárfestahópi undir forystu  Lawrence Stroll. Sonur hans Lance var ráðin til liðsins fyrir 2019 vertíðina.

Perez hefur ekki átt láni að fagna í ár og er sem stendur 16. í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Síðustu stig sín vann hann í kappakstrinum í Bakú í Azerbaijan.

mbl.is