Fyrsti formúlu-1 sigur Leclerc

Formúla-1/Ferrari | 1. september 2019

Fyrsti formúlu-1 sigur Leclerc

Charles Leclerc var í þessu að vinna belgíska kappaksturinn í Spa-Francorchamps. Er það jómfrúarsigur hans í formúlu-1 og fyrsti mótssigur Ferrari í heilt ár, eða frá því í Belgíu í fyrra en þar fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi.

Fyrsti formúlu-1 sigur Leclerc

Formúla-1/Ferrari | 1. september 2019

Rétt fyrir upphaf kappakstursins í dag tjáði Charles Leclerc móður …
Rétt fyrir upphaf kappakstursins í dag tjáði Charles Leclerc móður franska ökumannsins Anthoine Hubert, sem beið bana í formúlu-2 í Spa-Francorchamps í gær samúð sína AFP

Charles Leclerc var í þessu að vinna belgíska kappaksturinn í Spa-Francorchamps. Er það jómfrúarsigur hans í formúlu-1 og fyrsti mótssigur Ferrari í heilt ár, eða frá því í Belgíu í fyrra en þar fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi.

Charles Leclerc var í þessu að vinna belgíska kappaksturinn í Spa-Francorchamps. Er það jómfrúarsigur hans í formúlu-1 og fyrsti mótssigur Ferrari í heilt ár, eða frá því í Belgíu í fyrra en þar fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi.

Leclerc hóf keppni af ráspól og hafði forysti nær út í gegn. Aðeins fór hann ekki fremstur frá því hann tóka dekkjastopp og þar til ökumenn Mercedes gerðu slíkt hið sama. Vettel hóf keppni annar og virtist freista þess að hjálpa Leclerc að sleppa sem lengst frá keppinautunum Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hjá Mercedes.

Það gekk þar til um þriðjungur kappakstursins var eftir, en þá féll Vettel úr öðru sæti í  það fjórða. Á síðustu fimm hringjunum gaf Hamilton allt í botn og sóttist eftr sigri. Bilið milli þeirra Leclerc minnkaði hratt og spenna mikil í loftinu, en ungi Ferrariþórinn stóðst álagið og hélt sínu sæti alla leið í mark. Hamilton  varð annar, Bottas þriðji og Vettel fjórði.

Ferrariliðið gerðist hugsanlega sekt um herfræðimistök með því að kalla Vettel alltof snemma inn til dekkjaskipta. Virkuðu ný dekk ekkert betur lengi vel en þau sem tekin voru undan bíl hans löngu fyrir hálfnaðan kappakstur. Fyrir bragðið þurfti hann á enn öðrum dekkjum síðar að halda og þar með var vonin um pallsæti brostin.

Sem fyrr segir vann Leclerc jómfrúarsigur sinn í formúlu-1 í dag. Síðasti ökumaðurinn til að gera slíkt hið sama í Spa var enginn annar en Michael Schumacher árið 1992.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Alexander Albon á Red Bull, Sergio Perez á Racing Point, Danil Kvyat á Toro Rosso, Nico Hülkenberg á Renault, Pierre Gasly á Toro Rosso og Lance Stroll á Racing Point.

Vegna árekstra í fyrstu beygju féllu þeir Max Verstappen á Red Bull og Carlos Sainz á McLaren úr leik á fyrsta hring.

Charles Leclerc á leið til sigurs í Belgíu í dag.
Charles Leclerc á leið til sigurs í Belgíu í dag. AFP
Charles Leclerc veifar áhorfendum af verðlaunapallinum í Spa.
Charles Leclerc veifar áhorfendum af verðlaunapallinum í Spa. AFP
Charles Leclerc á leið til sigurs í Spa-Francorchamps.
Charles Leclerc á leið til sigurs í Spa-Francorchamps. AFP
mbl.is