Góðar kjötbollur gerðar frá grunni eru ekki eitthvað sem margir Íslendingar eru aldir upp við en það er aldrei of seint að taka upp góðar skandinavískar venjur. Þessar kjötbollur eru hreint dásamlegar og sósan auðvitað fáránlega góð og allar líkur á að þessi réttur verði uppáhaldskjötbolluréttur fjölskyldunnar á núll-9
Góðar kjötbollur gerðar frá grunni eru ekki eitthvað sem margir Íslendingar eru aldir upp við en það er aldrei of seint að taka upp góðar skandinavískar venjur. Þessar kjötbollur eru hreint dásamlegar og sósan auðvitað fáránlega góð og allar líkur á að þessi réttur verði uppáhaldskjötbolluréttur fjölskyldunnar á núll-9
Góðar kjötbollur gerðar frá grunni eru ekki eitthvað sem margir Íslendingar eru aldir upp við en það er aldrei of seint að taka upp góðar skandinavískar venjur. Þessar kjötbollur eru hreint dásamlegar og sósan auðvitað fáránlega góð og allar líkur á að þessi réttur verði uppáhaldskjötbolluréttur fjölskyldunnar á núll-9
Fyrir 2 | 7 g af kolvetnum | Eldunartími 20 mínútur
Þú þarft að eiga: smjör, olíu, nautakraft, grænmetiskraft, svartan pipar og gróft salt
Að gera: Hitaðu ofinn í 180°C og blástur
Sænskar kjötbollur í piparostasósu
AÐFERÐ:
1. Settu hakkið í skál. Rífðu 2 teninga af nautakrafti niður á rifjárni og settu 1 tsk af salti og aðra af pipar saman við hakkið ásamt lauk og eggjum. Blandaðu öllu saman með höndunum.
2. Mótaðu bollur og steiktu þær á vel heitri pönnu á öllum hliðum í smjöri eða olíu. Færðu þær síðan í eldfast mót og bakaðu í 10 mínútur í ofni og snúðu þér að sósunni.
3. Bræddu ostinn í potti með botnfylli af vatni. Bættu síðan rjómanum saman við ásamt einum grænmetisteningi og láttu malla þar til bollurnar eru tilbúnar. Smakkaðu sósuna til með salti
4. Taktu bollurnar úr ofninum og helltu sósunni yfir og berðu þær fram með góðu grænu salati.