Mike Pence kominn til landsins

Íslandsheimsókn Mike Pence | 4. september 2019

Mike Pence kominn til landsins

Flugvél Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, er lent á Keflavíkurflugvelli en hann verður í opinberri heimsókn hér á landi í dag. Mikill viðbúnaður er vegna komu varaforsetans og eiginkonu hans Karenar Pence til þess að gæta öryggis þeirra.

Mike Pence kominn til landsins

Íslandsheimsókn Mike Pence | 4. september 2019

Mike og Karen Pence við komuna til Íslands.
Mike og Karen Pence við komuna til Íslands. mbl.is/Hari

Flugvél Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, er lent á Keflavíkurflugvelli en hann verður í opinberri heimsókn hér á landi í dag. Mikill viðbúnaður er vegna komu varaforsetans og eiginkonu hans Karenar Pence til þess að gæta öryggis þeirra.

Flugvél Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, er lent á Keflavíkurflugvelli en hann verður í opinberri heimsókn hér á landi í dag. Mikill viðbúnaður er vegna komu varaforsetans og eiginkonu hans Karenar Pence til þess að gæta öryggis þeirra.

Meðal þeirra sem tóku á móti Pence-hjónunum voru Georg K. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Frá Keflavíkurflugvelli fara hjónin til Reykjavíkur.

Varaforsetahjónin munu fyrst eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid forsetafrú í Höfða eftir að komið verður til Reykjavíkur en einnig mun Pence síðan hitta Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra áður en hjónin halda af landi brott á áttunda tímanum í kvöld.

mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
Bílalest Pence á leið til borgarinnar.
Bílalest Pence á leið til borgarinnar. mbl.is/​Hari
Mikill viðbúnaður við Höfða.
Mikill viðbúnaður við Höfða. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Einnig var mikill viðbúnaður á Keflavíkurvelli.
Einnig var mikill viðbúnaður á Keflavíkurvelli. mbl.is/​Hari
Forsetinn og fylgdarlið.
Forsetinn og fylgdarlið. mbl.is/​Hari
mbl.is