Skora á Katrínu að hafna hernaðaruppbyggingu

Íslandsheimsókn Mike Pence | 4. september 2019

Skora á Katrínu að hafna hernaðaruppbyggingu

Skorað er á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að hafna hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna hér á landi. Vefurinn austurvollur.is hefur verið settur upp, þar sem hægt er að senda forsætisráðherra áskorun.

Skora á Katrínu að hafna hernaðaruppbyggingu

Íslandsheimsókn Mike Pence | 4. september 2019

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, við komuna á Keflavíkurflugvelli nú í …
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, við komuna á Keflavíkurflugvelli nú í hádeginu. mbl.is/​Hari

Skorað er á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að hafna hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna hér á landi. Vefurinn austurvollur.is hefur verið settur upp, þar sem hægt er að senda forsætisráðherra áskorun.

Skorað er á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að hafna hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna hér á landi. Vefurinn austurvollur.is hefur verið settur upp, þar sem hægt er að senda forsætisráðherra áskorun.

Sem leiðtogi VG ber þér skylda til að virða ályktun flokksráðs VG. Sem forsætisráðherra ber þér að virða þá staðreynd að meirihluti íslensku þjóðarinnar styður ekki hernaðaruppbyggingu,“ segir í áskorun til Katrínar.

Ekki kemur fram á vefnum hverjir standa að honum en lénið austurvollur.is er skráð á Lýðræðishreyfinguna sem Ástþór Magnússon, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðanda, stofnaði á sínum tíma.

Minnt er á mótmæli gegn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem fara fram klukkan 17:30 í dag á Austurvelli.

Hægt er að senda forsætisráðherra áskorun hér.

mbl.is