Umferðartafir á Miklubraut

Íslandsheimsókn Mike Pence | 4. september 2019

Umferðartafir á Miklubraut

Miklar umferðartafir eru á Miklubraut núna á fimmta tímanum. Ástæðan er sú að lokað er fyrir alla umferð inn á Reykja­nes­braut­ina í vesturátt í um fimm mínútur áður en vara­for­seti Banda­ríkj­anna og fylgd­arlið hans aka brautina. Lokunin stendur einnig í um fimm mín­út­ur eft­ir að fylgd­in verður kom­in á braut­ina. 

Umferðartafir á Miklubraut

Íslandsheimsókn Mike Pence | 4. september 2019

Mikil umferðarteppa er á Miklubraut.
Mikil umferðarteppa er á Miklubraut.

Miklar umferðartafir eru á Miklubraut núna á fimmta tímanum. Ástæðan er sú að lokað er fyrir alla umferð inn á Reykja­nes­braut­ina í vesturátt í um fimm mínútur áður en vara­for­seti Banda­ríkj­anna og fylgd­arlið hans aka brautina. Lokunin stendur einnig í um fimm mín­út­ur eft­ir að fylgd­in verður kom­in á braut­ina. 

Miklar umferðartafir eru á Miklubraut núna á fimmta tímanum. Ástæðan er sú að lokað er fyrir alla umferð inn á Reykja­nes­braut­ina í vesturátt í um fimm mínútur áður en vara­for­seti Banda­ríkj­anna og fylgd­arlið hans aka brautina. Lokunin stendur einnig í um fimm mín­út­ur eft­ir að fylgd­in verður kom­in á braut­ina. 

Þegar bílalestin verður komin vel áleiðis verður umferð hleypt aftur á brautina í vesturátt. Mike Pence er á leið frá Höfða á ör­ygg­is­svæðið á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þar mun hann taka þátt í fundi um ör­ygg­is­mál á Norður-Atlants­hafi.

Klukk­an 18:45 er gert ráð fyr­ir fundi Pence með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Klukk­an 19:40 munu Pence-hjón­in yf­ir­gefa Ísland og halda til Bret­lands.

Tafir eru á umferð á Miklubraut.
Tafir eru á umferð á Miklubraut. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is