Vettel vill keppa sjaldnar

Formúla-1/Ferrari | 4. september 2019

Vettel vill keppa sjaldnar

Mótum í formúlu hefur fjölgað stórum á nokkrum árum og er það umdeild mál, ekki bara hjá unnendum íþróttarinnar heldur einnig í bækistöðvum keppnisliðanna og svo meðal ökumannanna sjálfra.

Vettel vill keppa sjaldnar

Formúla-1/Ferrari | 4. september 2019

Sebastian Vettel í Spa-Francorchamps.
Sebastian Vettel í Spa-Francorchamps. AFP

Mótum í formúlu hefur fjölgað stórum á nokkrum árum og er það umdeild mál, ekki bara hjá unnendum íþróttarinnar heldur einnig í bækistöðvum keppnisliðanna og svo meðal ökumannanna sjálfra.

Mótum í formúlu hefur fjölgað stórum á nokkrum árum og er það umdeild mál, ekki bara hjá unnendum íþróttarinnar heldur einnig í bækistöðvum keppnisliðanna og svo meðal ökumannanna sjálfra.

Aðspurður segist Sebastian Vettel hjá Ferrari vera andvígur fjölgunin. Kveðst hann vilja að horfið verði aftur til þeirra tíma er mótin voru 16. Þau eru 21 í ár og í metfjölda stefnir á næsta ári með 22 mótum.

Á næsta ári bætast við mót í Víetnam og Hollandi en þýski kappaksturinn dettur út. „Við ökumennirnir teljumst kannski heppnir með fjölgun móta en álagið er gríðarlegt á tæknimenn liðanna. Segist hann mótin hafa verið 16 er hann var að vaxa úr grasi og fylgdist með formúlunni í sjónvarpi á unglingsgárum. Það hefði verið ágætur fjöldi móta.

„Þetta er stærðar sirkus, mörgu þarf að koma fyrir og setjast upp á mótsstað áður en aksturinn hefst. Því er fjölgunin bara aukið álag á liðsmenn. „En ég ræð engu og giska bara á að þeir hafi meiri peninga upp ú krafsinu með fleiri mótum, það er drifkrafturinn,“ segir Vettel.

Draumar hans um 16 mót rætast sennilega seint eða aldrei því nýir eigendur formúlunnar, Liberty Media, hefur ekki farið dult með þær fyrirætlanir sínar að fjölga enn frekar mótum í framtíðinni.
Sebastian Vettel á ferð í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps sl. …
Sebastian Vettel á ferð í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps sl. sunnudag. AFP
mbl.is