Hluti af samkeppninni við Kína

Varnarmál Íslands | 6. september 2019

Hluti af samkeppninni við Kína

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum, segir fulltrúa Bandaríkjastjórnar tala um það opinskátt að áhuginn á Íslandi og norðurslóðum sé hluti af samkeppni við Kína á heimsvísu.

Hluti af samkeppninni við Kína

Varnarmál Íslands | 6. september 2019

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra.
Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum, segir fulltrúa Bandaríkjastjórnar tala um það opinskátt að áhuginn á Íslandi og norðurslóðum sé hluti af samkeppni við Kína á heimsvísu.

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum, segir fulltrúa Bandaríkjastjórnar tala um það opinskátt að áhuginn á Íslandi og norðurslóðum sé hluti af samkeppni við Kína á heimsvísu.

„Þetta hófst með því þegar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Íslands í febrúar sl. Viku áður áttu háttsettir fulltrúar bandaríska utanríkisráðherrans símafund með blaðamönnum. Þar var m.a. spurt hvort Bandaríkjastjórn hefði áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum. Þá kom það svar að svo vildi til að Pompeo ætlaði að koma við í Reykjavík vegna umsvifa Kínverja,“ segir Albert.

„Ég lít svo á að Pompeo og Pence séu að koma hingað til að sýna þessu ákveðið viðnám og gefa ákveðið merki um að Grænland og Ísland séu á þeirra svæði,“ segir Albert.

Hann segir aðspurður ekki útlit fyrir að forsendur verði fyrir því að endurvekja herstöðina í Keflavík. Þá vísar hann á heimasíðu sína um alþjóða- og utanríkismál, albert-jonsson.com.

AFP
mbl.is