Ketópítsa sem klikkar ekki

Uppskriftir | 6. september 2019

Ketópítsa sem klikkar ekki

Ketópítsur er alls konar en þessi ætti að koma ykkur skemmtilega á óvart. Hér erum við með hinn yndislega kúrbít í aðalhlutverki en hægt er að skipta honum út fyrir annað grænmeti ef þið viljið.

Ketópítsa sem klikkar ekki

Uppskriftir | 6. september 2019

mbl.is/

Ketópítsur er alls konar en þessi ætti að koma ykkur skemmtilega á óvart. Hér erum við með hinn yndislega kúrbít í aðalhlutverki en hægt er að skipta honum út fyrir annað grænmeti ef þið viljið.

Ketópítsur er alls konar en þessi ætti að koma ykkur skemmtilega á óvart. Hér erum við með hinn yndislega kúrbít í aðalhlutverki en hægt er að skipta honum út fyrir annað grænmeti ef þið viljið.

Ketópítsa sem kemur á óvart

Fyrir 2 | 7 g af kolvetnum | Eldunartími 25 mínútur

Þú þarft að eiga: ólífuolíu og gróft salt

Að gera: Hitaðu ofninn í 200°C og blástur

Í botninn:

  • 400 g rifinn kúrbítur í matvinnsluvél eða með rifjárni
  • 2 egg
  • 100 g rifinn ostur
  • góð klípa af salti

Áleggið:

  • 2 msk pítsusósa
  • pepperóní
  • sveppir
  • svartar ólífur, saxaðar
  • fersk basilíka, söxuð smátt
  • 100 g rifinn ostur

AÐFERÐ:

1. Þú verður að ná sem mestum vökva úr kúrbítnum og nóg er að taka lúku í einu og kreista vökvann úr með báðum höndum yfir vaskinum og setja hann svo í stóra skál. Bættu við afganginum af hráefnunum og blandaðu öllu vel saman og dreifðu mjög þunnt á bökunarpappír.

2. Bakaðu botninn í 10-15 mínútur. Taktu hann þá út og settu sósuna og hráefnin á hann og bakaðu í aðrar 10 mínútur eða þar til áleggið hefur fengið góðan lit. Settu basilíkuna yfir eftir að pítsan er komin úr ofninum og væna slettu af ólífuolíu.

mbl.is/
mbl.is