Óhætt er að segja að Ítalíukappaksturinn sé sá besti það sem af er ári þar sem spennan um sigur stóð yfir frá því skotið reið af og þar til Charles Leclerc á Ferrari ók yfir marklínuna fyrstur.
Óhætt er að segja að Ítalíukappaksturinn sé sá besti það sem af er ári þar sem spennan um sigur stóð yfir frá því skotið reið af og þar til Charles Leclerc á Ferrari ók yfir marklínuna fyrstur.
Óhætt er að segja að Ítalíukappaksturinn sé sá besti það sem af er ári þar sem spennan um sigur stóð yfir frá því skotið reið af og þar til Charles Leclerc á Ferrari ók yfir marklínuna fyrstur.
Leclerc slóst alla hringina 53 við Lewis Hamilton og Valtteri Bottas en þótt oft skylli hurð nærri hælum er Mercedesmennirnir sigldu inn í kjölsog Leclerc áttu þeir aldrei ráð sem dugðu til að smokra sér fram úr og steypa honum af palli sigurvegara. Á sama tíma og þeir reyndu að hrella Leclerc sem mest og knýja til mistaka féllu þeir á eigin bragði og gerðu ítrekuð akstursmistök þegar síst skyldi.
Með árangrinum vann Leclerc sinn annan kappakstur á einni viku en þetta eru fyrstu mótssigrar hans í formúlu-1. Hann var hylltur vel á innhringnum í Monza en ítalskir stuðningsmenn Ferrari langeygir eftir sigri í Monza. Níu ár voru frá því ökumaður Ferrari stóð síðast á efsta þrepi verðlaunapallsins í Monza; Fernando Alonso árið 2010. Ljóst má vera að ítalskur almenningur og þó sérstaklega áhugamenn um kappakstur og Ferrari hafa tekið gleði sína aftur og munu bera höfuð hátt af kæti næstu dagana, ef ekki lengur.
Jötnaglíma Leclerc, Bottas og Hamiltons varð til þess að allt annað féll í skuggann í kappakstrinum í Monza. Í fjórða og fimmta sæti í mark - með besta árangur liðsins í móti í ár - urðu Daniel Ricciardo og Nico Hülkenberg á Renault.
Á sama tíma og Leclerc vinnur sinn mikilfenglegasta sigur átti liðsfélagi hans Sebastian Vettel ömurlegan dag. Hafði hann engum um snarsnúning í Ascaribeygjunni að kenna nema sjálfum sér. Lá honum svo á að komast aftur inn á brautina að hann ók á Lance Stroll á Racing Point og setti fleiri bíla í stórhættu. Fyrir eigin rammleik aflaði þessi fjórfaldi fyrrum heimsmeistari sér þungrar refsingar; 10 sekúndna akstursstopp við bílskúr Ferrari. Er það næstþyngsta refsing sem dæmd er í kappakstri í formúlu-1, aðeins brottrekstur úr keppni er strangara víti.