Samgönguráðuneytið hafnaði í dag kröfu Guðmundar Arngrímssonar fyrir hönd hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness um veghald, eignarrétt og vegagerð á Ófeigsfjarðarvegi. Þess var krafist að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki veghald Ófeigsfjarðarvegarins yrði felld úr gildi.
Samgönguráðuneytið hafnaði í dag kröfu Guðmundar Arngrímssonar fyrir hönd hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness um veghald, eignarrétt og vegagerð á Ófeigsfjarðarvegi. Þess var krafist að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki veghald Ófeigsfjarðarvegarins yrði felld úr gildi.
Samgönguráðuneytið hafnaði í dag kröfu Guðmundar Arngrímssonar fyrir hönd hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness um veghald, eignarrétt og vegagerð á Ófeigsfjarðarvegi. Þess var krafist að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki veghald Ófeigsfjarðarvegarins yrði felld úr gildi.
Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta.
Landeigendur höfðu farið fram á frestun réttaráhrifa, þ.e. að framkvæmdum við veglagningu í firðinum vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Hvalá yrði hætt á meðan úr því fengist skorið hvort Vegagerðin hefði heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn.
Er það niðurstaða samgönguráðuneytisins að Ófeigsfjarðarvegur sé landsvegur og að Vegagerðin fari með veghaldið. Ennfremur að upptaka vegarins í tölu þjóðvega hafi verið í samræmi við gildandi málsmeðferð.
Þá kemur fram í úrskurðinum að samgönguráðuneytið telur að veghaldara sé heimilt að vinna að endurbótum á veginum á 12 metra breiðu svæði, sex metra út frá miðju vegarins í hvora átt.