31 hið minnsta lést og hundrað slösuðust í troðningi sem myndaðist við helgidóm í írösku borginni Karbala. BBC greinir frá og segir mikinn fjölda fólks hafa verið þar samankominn vegna ashura, trúarhátíðar síjamúslima.
31 hið minnsta lést og hundrað slösuðust í troðningi sem myndaðist við helgidóm í írösku borginni Karbala. BBC greinir frá og segir mikinn fjölda fólks hafa verið þar samankominn vegna ashura, trúarhátíðar síjamúslima.
Hafa heilbrigðisyfirvöld varað við því að tala látinna kunni að hækka, en níu hinna slösuðu eru í lífshættu.
Troðningurinn myndaðist þegar pílagrímur féll við þar sem hundruð þúsund pílagríma tóku þátt í trúarathöfn vegna ashura.
Trúarhátíðin er haldin til minningar um píslarvætti Imams Husseins, barnabarns Múhammeðs spámanns, og ferðast milljónir síjamúslima til Karbala ár hvert til að taka þátt í ashura.