Þriðjungur seldur á 10 dögum

Heimsóknir í fyrirtæki | 13. september 2019

Þriðjungur seldur á 10 dögum

Þriðjungur íbúða á nýjum byggingarreit við Hlíðarenda hefur selst á 10 dögum, eða 23 af 69 íbúðum sem eru komnar á sölu. Samtals verður byggð 191 íbúð á reitnum á vegum félagsins Hlíðarfótar, en verkefnið gengur undir nafninu 102 Reykjavík.

Þriðjungur seldur á 10 dögum

Heimsóknir í fyrirtæki | 13. september 2019

Teikning/Onno

Þriðjungur íbúða á nýjum byggingarreit við Hlíðarenda hefur selst á 10 dögum, eða 23 af 69 íbúðum sem eru komnar á sölu. Samtals verður byggð 191 íbúð á reitnum á vegum félagsins Hlíðarfótar, en verkefnið gengur undir nafninu 102 Reykjavík.

Þriðjungur íbúða á nýjum byggingarreit við Hlíðarenda hefur selst á 10 dögum, eða 23 af 69 íbúðum sem eru komnar á sölu. Samtals verður byggð 191 íbúð á reitnum á vegum félagsins Hlíðarfótar, en verkefnið gengur undir nafninu 102 Reykjavík.

Mest ásókn til að byrja með er í minni íbúðir á reitnum, en meðalverð íbúða sem fóru í sölu er rúmlega 50 milljónir, á meðan meðalverð seldra íbúða er tæplega 41 milljón. Þá er meðalstærð allra íbúða sem fóru í sölu 89 fermetrar, en meðalstærð seldra íbúða 83 fermetrar. Þetta staðfestir Sigurður Lárus Hólm, framkvæmdastjóri Hlíðarfótar, við mbl.is.

Heildarsöluverð þeirra 69 íbúða sem fóru í sölu var um 3,5 milljarðar, en þegar hafa íbúðir selst fyrir um 940 milljónir. Flestar þeirra sem selst hafa eru tveggja herbergja.

Í tilkynningu frá félaginu segir að af 191 íbúð sem byggð verður á reitnum verði ríflega 120 íbúðir minni en 90 fermetrar. Alls verða íbúðirnar frá 50 og upp í 220 fermetrar, en einungis fjórar íbúðir eru stærri en 150 fermetrar. Ein þeirra er þegar seld.

mbl.is