Bloggarinn Sydney Ferbrache seldi allar eignir sínar og keypti sendibíl í maí í fyrra. Hún ferðast nú um Bandaríkin ásamt hundinum sínum Ellu.
Bloggarinn Sydney Ferbrache seldi allar eignir sínar og keypti sendibíl í maí í fyrra. Hún ferðast nú um Bandaríkin ásamt hundinum sínum Ellu.
Bloggarinn Sydney Ferbrache seldi allar eignir sínar og keypti sendibíl í maí í fyrra. Hún ferðast nú um Bandaríkin ásamt hundinum sínum Ellu.
Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Ferbrache gerði þetta. Hún gerði slíkt hið sama haustið 2017 en þá með kærastanum sínum. Þau keyptu sendibíl saman og gerðu hann upp. Þau bjuggu saman í bílnum þar til í apríl 2018 þegar leiðir þeirra skildi. Hún keypti kærastann út úr bílnum og safnaði sér svo fyrir nýjum bíl.
Áður en vegirnir urðu heimili hennar vann hún 70 tíma á viku við að skipuleggja viðburði. Hún segir að það líf hafi ekki hentað sér og sig hafi langað til að breyta til. Og það gerði hún svo sannarlega.
Ferbrache hefur atvinnu af vefsíðu sinni, markaðsstarfi, auglýsingum og ráðgjöf. Hún hefur ferðast vítt og breitt um Norður-Ameríku og hyggst fara suður til Mexíkó þegar líður á vetur.
Hún segir marga hafa haft áhyggjur af sér, einsamalli ungri konu á ferðalagi. Hún segir áhyggjur fólks í raun meira vandamál en öryggi sitt. „Fólk er alltaf að segja mér að það hafi áhyggjur af mér vegna þess að ég er kona. Ég er kannski kona, en ég elska að ferðast og ég er að því. Ég er ekki veikburða eða ófær um eitt eða neitt, ekki frekar en nokkur önnur kona sem ferðast,“ sagði Ferbache.