Lúxus kjúklingaréttur með beikoni og fetaosti

Uppskriftir | 15. september 2019

Lúxus kjúklingaréttur með beikoni og fetaosti

Ef það er eitthvað sem passar við veðrið þá er það þessi fullkomni kjúklingaréttur sem er löðrandi í beikoni og osti. Meira þurfum við ekki.

Lúxus kjúklingaréttur með beikoni og fetaosti

Uppskriftir | 15. september 2019

mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir

Ef það er eitthvað sem passar við veðrið þá er það þessi fullkomni kjúklingaréttur sem er löðrandi í beikoni og osti. Meira þurfum við ekki.

Ef það er eitthvað sem passar við veðrið þá er það þessi fullkomni kjúklingaréttur sem er löðrandi í beikoni og osti. Meira þurfum við ekki.

Það er Gígja S. Guðjónsdóttir sem á heiðurinn að þessum rétt en hægt er að nálgast matarbloggið hennar HÉR.

Lúxus kjúklingaréttur með beikoni og fetaosti

Uppskrift fyrir 4

  • 4 stórar kjúklingabringur
  • lítill pakki beikon
  • döðlur eftir smekk, ég notaði ca 20 döðlur
  • hálf dós fetaostur
  • rifinn ostur 

Meðlæti: t.d. sætar kartöflur og/eða salat.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 á blæstri.

Ath.: Ávallt skal leyfa kjúklingnum að ná stofuhita áður en hann er eldaður, það kemur í veg fyrir að hann verði seigur.

Muna: Þrífa skæri og nota þau til að klippa bæði beikonið og döðlurnar.

Grillið kjúklinginn á mínútugrilli (fljótlegasta aðferðin, auðvitað er hægt að elda hann í ofni eða á pönnu líka, bara að hann sé eldaður í gegn).


Steikið beikonbitana.

Þegar beikonið og kjúklingurinn er tilbúin þá er bringunum raðað í eldfast form og beikoni, döðlum, fetaosti þjappað ofan á kjúklingin og rifnum osti stráð yfir. 

Hitað í ofninum í 10-15 mínútur.
mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
mbl.is