Ókey - þetta er formlega subbulegasta en um girnilegasta uppskrift sem við höfum rekist á lengi.
Ókey - þetta er formlega subbulegasta en um leið girnilegasta uppskrift sem við höfum rekist á lengi. Hún á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna og engan skyldi undra. Hér sameinast máttarstólpar subbumataræðis í einni sjóðheitri uppskrift enda ekki á hverjum degi sem hægt er að segja: stökkt beikon, löðrandi ostur og sjóðheitt lasagna í einni setningu. Beikonið verður reyndar ekki stökkt en það er aukaatriði.
<strong>Beikon lasagna sem er löðrandi í osti</strong>
<ul>
<li>600 g beikon</li>
<li>450 g kjúklingabringur frá Ali</li>
<li>1 laukur, saxaður</li>
<li>1 dós af niðursoðinni tómatsósu</li>
<li>1 dós niðursoðnir tómatar, vökvanum hellt af og tómatarnir saxaðir niður</li>
<li>Lasagna plötur eins og þarf (fer eftir stærð formsins en við miðum við tvö lög)</li>
<li>600 g af rifnum osti (fjórir bollar)</li>
</ul>
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C. Steikið beikonið, hellið fitunni af. Takið tólf sneiðar til hliðar og saxið afganginn niður.
- Steikið kjúklinginn á pönnu uns hann er steiktur í gegn. Blandið saxaða beikoninu saman við, tómatsósunni og söxuðu tómötunum. Blandið vel saman og látið malla á pönnunni.
- Setjið eina til tvær ausur af kjúklingablöndunni í eldfast mót. Setjið lasagna plötur yfir, því næst þriðjunginn af kjúklingablöndunni sem eftir er, síðan þriðjung ostsins og síðan helminginn af beikonsneiðunum. Því næst lasagnaplötur - kjúklingablöndu - ost og beikon.
- Setjið álpappír yfir og bakið í ofninum í 15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn vel bráðnaður.
- Borðið með bros á vör og passið ykkur að falla ekki í yfirlið.