Geta aðildarríkja Evrópusambandsins til að grípa til sameiginlegra aðgerða gegn árásum Tyrkja á Kúrda við landamæri Sýrlands er takmörkuð. Þetta kom fram á sameiginlegum fundi utanríkisráðherra aðildarríkja ESB í Lúxemborg í morgun.
Geta aðildarríkja Evrópusambandsins til að grípa til sameiginlegra aðgerða gegn árásum Tyrkja á Kúrda við landamæri Sýrlands er takmörkuð. Þetta kom fram á sameiginlegum fundi utanríkisráðherra aðildarríkja ESB í Lúxemborg í morgun.
Geta aðildarríkja Evrópusambandsins til að grípa til sameiginlegra aðgerða gegn árásum Tyrkja á Kúrda við landamæri Sýrlands er takmörkuð. Þetta kom fram á sameiginlegum fundi utanríkisráðherra aðildarríkja ESB í Lúxemborg í morgun.
Kúrdar hafa komist að samkomulagi við sýrlenska ráðamenn um að senda sýrlenskar hersveitir að landamærum Sýrlands og Tyrklands til þess að bregðast við innrás tyrkneska hersins. Kúrdar hafa sagt samkomulag sitt við Sýrlandsstjórn nauðsynlegt til þess að stöðva sókn Tyrkja.
Til greina kemur að ríki ESB sammælist um að banna allan útflutning á hernaðargögnum til Tyrklands, líkt og Þýskaland, Holland, Noregur og Finnland hafa gert, en Josep Borell, utanríkisráðherra Spánar, segir að erfitt muni reynast að fá einróma samþykki aðildarríkjanna 28.
„Við búum ekki yfir töfralausn en við getum beitt þrýstingi til að stöðva þessar aðgerðir,“ sagði Borell fyrir fund ráðherranna.
Evrópusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem innrás Tyrkja er fordæmd og hún sögð ýta undir mannskæðar ofsóknir í garð Kúrda og vera líkleg til að styrkja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams við botn Miðjarðarhafsins.
Innrás Tyrkja hefur valdið stjórnarmönnum Atlantshafsbandalagsins ýmsum heilabrotum. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segir ástandið lygilegt og veltir hann fyrir sér hvert framhaldið verður ef yfirvöld í Sýrlandi grípa til vopna. „Verður fimmta greinin virkjuð?“ spurði hann og vísaði þar í grein stofnsáttmála bandalagsins sem tilgreinir að sérhver árás á aðildarríki NATO jafngildi árás á öll ríki þess.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, viðraði áhyggjur sínar af hernaðaraðgerðum Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi á fundi sínum með Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í Istanbúl á föstudag. Hann hvatti Tyrki til að gæta hófsemi í aðgerðum sínum.