Svíar setja Huawei stólinn fyrir dyrnar

Svíar setja Huawei stólinn fyrir dyrnar

Frumvarpi um breytingar á fjarskiptalögum í Svíþjóð er ætlað að gera stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir uppbyggingu kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei á 5G-neti í landinu. Feta Svíar þar með í fótspor fjölmargra annarra ríkja, sem óttast tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld og hugsanlegar bakdyr sem stjórnvöld þar kunna að hafa. 

Svíar setja Huawei stólinn fyrir dyrnar

Huawei og 5G-fjar­skipta­tækn­in | 14. október 2019

Hin sænska Zara Larsson gerðist nýverið andlit Huawei, í það …
Hin sænska Zara Larsson gerðist nýverið andlit Huawei, í það minnsta á Vesturlöndum. Stjórnvöld þar í landi eru ekki alveg jafnhrifin af fyrirtækinu. Ljósmynd/Huawei

Frumvarpi um breytingar á fjarskiptalögum í Svíþjóð er ætlað að gera stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir uppbyggingu kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei á 5G-neti í landinu. Feta Svíar þar með í fótspor fjölmargra annarra ríkja, sem óttast tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld og hugsanlegar bakdyr sem stjórnvöld þar kunna að hafa. 

Frumvarpi um breytingar á fjarskiptalögum í Svíþjóð er ætlað að gera stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir uppbyggingu kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei á 5G-neti í landinu. Feta Svíar þar með í fótspor fjölmargra annarra ríkja, sem óttast tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld og hugsanlegar bakdyr sem stjórnvöld þar kunna að hafa. 

Með nýju lögunum verður sænska hernum (Försvarsmakten) og leyniþjónustunni (Säpo) veitt heimild til að setja kröfur á herðar fjarskiptafyrirtækja, svo sem um hvaða búnað skuli nota. Að sögn talsmanna Póst- og fjarskiptastofnunar Svíþjóðar hefur stofnunin átt í viðræðum við leyniþjónustu og her um tíma með það fyrir augum að herða öryggiskröfur á hendur fjarskiptafyrirtækjum.

„Fylgjum alltaf sænskum lögum“

Þótt Huawei sé ekki nefnt á nafn, má þykja ljóst að nákvörðunin er tekin með fyrirtækið í huga. Þarf því ekki að koma á óvart að fyrirætlanirnar leggist illa í forsvarsmenn fyrirtækisins, sem rekur stærsta farsímanet heimsins.

„Í 31 ár hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að Huawei hafi gert nokkuð sem stefni fólki eða gögnum þess í hættu,“ segir Joe Kelly, talsmaður Huawei. Sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar veltur sennilega á því hvort fólk telur gagnaleka til kínverskra stjórnvalda, „stefna gögnum í hættu“.

„Sem fyrirtæki höfum við það prinsipp að við fylgjum alltaf sænskum lögum og við höfum engar skyldur gagnvart kínverskum stjórnvöldum eða öðrum,“ segir Keenneth Fredriksen, forstjóri Huawei á Norðurlöndum.

Huawei er næststærsti snjallsímaframleiðandi heims, eftir að hafa nýverið tekið …
Huawei er næststærsti snjallsímaframleiðandi heims, eftir að hafa nýverið tekið fram úr Apple. AFP
mbl.is