Málið lifir þar til réttlæti er náð

Guðmundar- og Geirfinnsmál | 16. október 2019

Málið lifir þar til réttlæti er náð

Hugsanlega mun þetta mál aldrei leysast. En við getum náð fram sáttum við það fólk sem beitt var óréttlæti. Guðmundar- og Geirfinnsmálið  mun lifa á meðan fólk telur að réttlætinu hafi ekki verið náð fram. Þetta segir breski ljósmyndarinn Jack Latham sem á föstudaginn opnaði ljósmyndasýningu í borginni Bristol í Bretlandi um þetta umdeildasta og þekktasta sakamál Íslandssögunnar.

Málið lifir þar til réttlæti er náð

Guðmundar- og Geirfinnsmál | 16. október 2019

Sakborningarnir sem voru sakfelldir í málinu. Efri röð f.v.: Sævar …
Sakborningarnir sem voru sakfelldir í málinu. Efri röð f.v.: Sævar Ciesi­elski, Erla Bolladóttir og Kristján Viðar Viðarsson. Neðri röð f.v.: Tryggvi Leifsson, Albert Kla­hn Skaftason og Guðjón Skarphéðinsson. mbl

Hugsanlega mun þetta mál aldrei leysast. En við getum náð fram sáttum við það fólk sem beitt var óréttlæti. Guðmundar- og Geirfinnsmálið  mun lifa á meðan fólk telur að réttlætinu hafi ekki verið náð fram. Þetta segir breski ljósmyndarinn Jack Latham sem á föstudaginn opnaði ljósmyndasýningu í borginni Bristol í Bretlandi um þetta umdeildasta og þekktasta sakamál Íslandssögunnar.

Hugsanlega mun þetta mál aldrei leysast. En við getum náð fram sáttum við það fólk sem beitt var óréttlæti. Guðmundar- og Geirfinnsmálið  mun lifa á meðan fólk telur að réttlætinu hafi ekki verið náð fram. Þetta segir breski ljósmyndarinn Jack Latham sem á föstudaginn opnaði ljósmyndasýningu í borginni Bristol í Bretlandi um þetta umdeildasta og þekktasta sakamál Íslandssögunnar.

Jack Latham.
Jack Latham.

Sýning Lathams heitir Sugar Paper Theories og er í RPS sýningarsalnum í Bristol. Hún er byggð á fyrri sýningu hans sem sett var upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í hitteðfyrra sem hét Mál 2014 sem var númer málsins í rannsókn þess.  Á nýju sýningunni eru viðbætur, þar sem á þeim tíma sem liðinn er frá þeirri fyrri, urðu vendingar í málinu þegar þeir sakborningar málsins, sem dæmdir voru fyrir manndráp, fengu mál sín endurupptekin og voru síðan sýknaðir. 

Latham hlaut ljósmyndabókaverðlaunin Bar Tur Photobook Awards árið 2016 fyrir bók sína Sugar Paper Theories, sem fjallar um sama má, og nú hefur hún verið endurútgefin í samræmi við það sem síðan hefur gerst.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið var endurupptekið í Hæstarétti í september í …
Guðmundar- og Geirfinnsmálið var endurupptekið í Hæstarétti í september í fyrra. mbl.is/​Hari

Sýningin byggir á minnisvafaheilkenninu

Á sýningunni eru lögregluskýrslur, ýmis gögn sem tengdust rannsókninni og fjöldi ljósmynda sem teknar voru í henni. Nálgun Lathams byggir á hugtakinu minnisvafaheilkenni (memory distrust syndrome) sem er sálrænt ástand þar sem fólk fer að vantreysta eigin minni og treysta þess í stað á aðra. „Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur hefur lýst þessu vel,“ segir Latham, en Gísli flutti ávarp við opnun sýningarinnar auk Erlu Bolladóttur sem er einn sakborninga í málinu og fékk ekki dóm sinn fyrir meinsæri endurupptekinn.

Latham segir að hugmyndin að nafni sýningarinnar hafi kviknað eftir …
Latham segir að hugmyndin að nafni sýningarinnar hafi kviknað eftir að honum var kynnt kenning í málinu, sem skrifuð var á gula örk af sykurpappír. Ljósmynd/Sugar Paper Theories

Spurður um nafnið á sýningunni, Sykurpappír kenningarnar, en sykurpappír er oftast notaður í föndur og annað handverk, segir Latham að hugmyndin hafi kviknað eftir að honum var kynnt kenning í málinu, sem skrifuð var á gula örk af sykurpappír.

Ein myndanna á sýningu Lathams sem sýnir hafnarsvæðið í Keflavík …
Ein myndanna á sýningu Lathams sem sýnir hafnarsvæðið í Keflavík þar sem talið var að Geirfinni hefði verið ráðinn bani. Ljósmynd/Sugar Paper Theories

Fékk málið „aðeins á heilann“

En hvernig stendur á því að þrítugur breskur ljósmyndari setur upp sýningu sem byggð er á íslensku sakamáli frá 8. áratugnum?  „Ég heyrði fyrst af málinu árið 2014 þegar ég sá viðtal við Gísla Guðjónsson í sjónvarpinu,“ svarar Latham. Hann segir að sér hafi lengi þótt minnisvafaheilkennið áhugavert. „Og þar sem ég er ljósmyndari fór ég að velta fyrir mér tengslum ljósmynda og minnis. Með ljósmynd föngum við augnablikið, við getum farið aftur í tímann með því að skoða myndir en á sama tíma getur verið mismunandi hvernig fólk túlkar ljósmyndir þannig að það á sér stað ákveðið samtal á milli ljósmyndarinnar og minnis fólks. Ég sé líka ýmsar tilvísanir í norrænu glæpasagnahefðina í málinu.“ 

Latham játar að hafa fengið málið „aðeins á heilann“ og að hann hafi í framhaldinu leitað sér upplýsinga víða um það. „Mér fannst, eftir því sem ég vissi meira, að þetta væri mál sem fólk utan Íslands ætti að vita af. Það sem þarna gerðist, meðferðin á sakborningunum og falskar játningar; þetta er eitthvað sem hefur líklega átt sér stað í öllum löndum. Þetta snertir fólk alls staðar í heiminum, “ segir Latham og vísar í þessu sambandi til svokallaðs The Guildford four hóps, sem var hópur fólks sem var ranglega sakfelldur fyrir aðild að sprengjutilræði Írska lýðveldishersins árið 1974. 

Frá sviðsetningu atburða í rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.
Frá sviðsetningu atburða í rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Ljósmynd/Sugar Paper Theories

Óendanlega sorglegt fyrir fjölskyldurnar

„Mér finnst svo óendanlega sorglegt að fjölskyldur Guðmundar og Geirfinns hafi þurft að þola þetta allt í öll þessi ár. Hugsanlega mun aldrei verða upplýst um afdrif þeirra,“ bætir hann við.

Spurður hvort sýningin hafi vakið mikla athygli í Bristol segir hann svo vera. „Svo eru verk mín í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið orðin býsna þekkt innan alþjóðlega ljósmyndaraheimsins. Myndin Out of Thin Air (sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og kom út á Netflix) hefur líka aukið áhugann á málinu gríðarlega mikið.“

Gefur þeim rödd sem höfðu hana ekki áður

Á þessi saga erindi við okkur í dag? „Já, svo sannarlega. Og á svo margan hátt. Þegar fólk heyrir sögu Erlu, hvernig henni var haldið frá nokkurra vikna gömlu barni sínu, þá held ég að margir ímyndi sér að þeir myndu gera hvað sem væri til að fá að vera með barnið sitt.“

Rannsóknarhópur þýska rannsóknarlögreglumannsins Karl Schütz í ágúst 1976.
Rannsóknarhópur þýska rannsóknarlögreglumannsins Karl Schütz í ágúst 1976. Ljósmynd/Sugar Paper Theories

Hefur þú einhverja kenningu um málið? „Já, ýmsar. Ég held til dæmis að enginn hafi haft það að markmiði að knýja fram falsar játningar. Þetta gerðist í því andrúmslofti sem ríkti í kringum málið og með sýningunni er ég að gera tilraun til að gefa því fólki rödd, sem hafði hana ekki áður.“ 

mbl.is